Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 40
KÖRFUKNATTLEIKUR á vaxandi vinsældum að fagna innan ung- mennafélagshreyfingarinnar, og á landsmót- inu í sumar verður í fyrsta sinn keppt í körfuknattleik. Okkur hafa borizt njósnir af því að allmörg lið hyggi á þátttöku, og má búast við líflegri keppni. Körfuknatt- leiksmenn munu yfirleitt vera í góðri æf- ingu um þessar mundir, enda fer bikar- keppni KSÍ í hönd, og allmörg lið úr ung- mennafélagshreyfingunni taka þátt í henni. Þessu til staðfestingar birtum við hér mynd af körfuknattleiksliði umf. Snæfells í Stykk- ishólmi, en þessir knálegu piltar eru lík- legir til að láta að sér kveða á næstunni. er fjölritað blað, gefið út af Ungmenna- félagi Mýrahrépps í Vestur ísafjarðarsýslu. Blaðið er vel ritað og skemmtilegt aflestr- ar, og ber félagi sínu gott vitni. í því má lesa um íþrótta- og félagslíf í héraðinu, frásagnir, erindi, viðtöl o.fl. Þarna getur einnig að lesa bráðsmellinn vísnaþátt, og þaðan tökum við eftirfarandi vísu trausta- taki: Leyndir þræðir löngum sjást liggja milli tveggja. Og sjaldan leyna augu ást sem yljar hugi beggja. VILJINN 1. tölublað 1965 hefur oss borizt. Ó- fróðum viljum við skýra frá því, að þetta 40 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.