Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 46
Keppni í annarri umferS Iauk þannig.aS Umf. Keflavíkur vann Ums. Kjalarnesþings, H. S. Strandamanna vann Ums. Borgarfjarð- ar og Ums. Skagafjarðar vann H.S. S-Þing- eyinga. Keppni — Vinningsliðin þrjú: Umf. Keflavíkur, HS. Strandamanna og Ums. Skagafjarðar mæta til úrslita á 12. Landsmóti U.M.F.Í. á Laugarvatni. Úrslit í einstökum leikjum urðu þessi: I. Ums. Skagafjarðar H.S. S-Þingeyinga 3:1 2. H.S. S-Þingeyinga Ums. Eyjafjarðar 3:1 3. H.S. Strandam. Ums. V-Húnavatnss. 2:1 4. Ums. Borgarfj. H.S. Snæf.- og Hn.s. 4:2 5. H.S. Strandam. H.S. Snæf.- og Hn.s. 4:0 6. Ums. Borgarfj. Ums. V-Húnavatnss. 4:1 7. H.S. Strandam. Ums Borgarfj. 2:0 8. Ums. Kjalarnesþ. H.S. Skarphéðinn 5:1 9. Umf. Keflavvíkur H.S. Skarph. (gefið) 10. Umf. Keflav. Ums. Kjalarnesþ. 1:1 11. Umf. Keflav. Ums. Kjalarnesþ. 3:0 í úrslitakepni á knattspyrnu á landsmót- inu skal telja 2 stig fyrir unninn Ieik, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tapaðan leik. Verði liÖ jöfn að stigum, ákveðst röð til landsmótsstiga skv. fjölda marka í úr- slitakeppni. Náist eigi úrslit á þann hátt, ræður fjöldi fenginna og skoraðra marka undankeppni (fyrri og síðari umferð) úr- slitum. FORKEPPNI í HANDKNATTLEIK: 1. svæði: HSK—UMFK 3:4. 2. svæði:UMSK—UMSB (UMSB gaf). 3. svæði: UMSS—HSH 4:3. 4. svæði: HSÞ—UÍA 8:0. Tapliðin á hverju svæði áttu að keppa sín á milli um réttinn til að keppa í annari umferð ásamt sigurliðinu af hverju svæði. En svo fór að UMSB gaf leik sinn gegn HSK og UÍA gaf leik sinn gegn HSH. Voru þá 6 lið eftir til keppni í annarri umferð. Svo fór að HSÞ vann UMSS með 7:3. HSK hjaut að keppa aftur við UMFK, en samkv. reglugerð gilda þá fyrri úrslit, því þessi Iið kepptu í fyrstu umferð og sigraði UMFK. HSH gaf hinsvegar leik sinn gegn UMSK. Til úrslita á Landsmót- inu kepap því þessi þrjú lið: Héraðssam- band Suður-Þingeyinga HSÞ), Ungmenna- samband Kjalarnessþings (UMSK) og Ung- mennafélag Keflavíkur UMFK). Erindrekstur Framkvæmdastjóri UMFÍ sat héraðsþing UÍA síðastliðið haust og ræddi við nokkra forystumenn heima í félögunum. Einnig ræddi hann við forystumenn Ungmenna- sambands Vestur-Skaftafellssýslu á Kirkju- bæjarklaustri í febrúar s.l. Skrifstofan Skrifstofa UMFÍ var flutt frá Hjarðar- haga 26 í Lindarbæ við Lindargötu 26, í apríl s.l. Skrifstofutími er óbreyttur svo og sími og pósthólf. ÆSÍ Æskulýðssamband íslands hefur undan- farið gefið út fréttabréf, þar sem greint er frá helztu störfum ÆSÍ. Þeir ungmenna- félagar, sem vilja gerast áskrifendur að fréttabréfinu, eru vinsamlega beðnir að senda nöfn sín til skrifstofu UMFÍ eða Æskulýðssambands íslands, pósthólf 1026, Reykjavík. 46 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.