Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 12
LAUGARVATN — MótsstaSur ungmennafélagta 1965. Eftir Bjarna Bjarnason, fyrrv. skólastjóra, Laugarvatni. I > Ég hef verið beðinn að rita í þetta blað kynningargrein um Laugarvatn Þó að slílc grein tæki yfir allt blaðið, yrði fátt eitt sagt af sögu Laugarvatns. Það hefur því orðið að samkomulagi, að ég riti stutta grein, sem einkum verði miðuð við þá móts- gesti, sem eru ókunnugir á Laugarvatni og ekki þekkja umhverfið hér . í þessu sambandi gefst tilefni til að benda á, að saga Laugarvatns frá land- námstíð og til síðustu ára, hefur verið rit- uð og gefin út II Laugarvatn var ekki landnámsjörð. Ketil- björn gamli tók sér bólfestu á Mosfelli í Grímsnesi, nam mikið land, meðal annars up að fjöllunum hér. Langt fram á söguöld hét bærinn hér Reykir. í Kristnisögu segir frá því, að ís- lendingar tóku kristna trú árið 1000 á þingi við Oxará og skyldu skírn taka. Segir svo orðrétt: „Allir Norðlendingar og Sunn- lendingar voru skírðir í Reykjalaugu í Laugardal er þeir riðu af þingi." Þetta bendir til, að þá hafi verið hér heitar laugar og að við þær hafi bærinn verið kenndur og sennilega vatnið líka, en heilög skírn fjölda heiðinna manna var svo merk- ur atburður, að eðlilegt má telja að stað- urinn skipti um nafn, líklega með hliðsjón í Jónasarluntli uppi í brekkunni fyrir of- an Laugarvatn. I»eir, sem þarna standa taliS frá vinstri: Bjarni Bjarnason, skóla- stjóri, Unnur Kjartansdóttir frá Hruna, hjónin Anna Oddsdóttir og Helgi Ágústs- son frá Birtingaholti og barnabörn þeirra. Helgi var formaöur skólanefndar Laug- arvatnsskóla 15 fyrstu ár skólans. Mynd- ina af Jónasi Jónssyni geröi Ríkharður Jónsson. af því, að ein þeirra Iauga, sem hér voru, varð með skírninni vígð laug og heitir nú Vígðalaug. Fleiri merkir atburðir eru tengdir við þessa laug III Allir, sem að Laugarvatni koma, dást að 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.