Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 29
A3 upplagi er hægri fótur minn betri
knattfórur, en þó er ég talinn nokkuð jafn-
vígur á báða fætur. í leik olli það mér
engum erfiðleikum að beita hvort heldur
var vinstri eða hægri fæti til að leika knett-
inum, taka á móti honum eða einleika með
hann, senda hann fram eða skjóta á mark.
Aðeins kyrrum knetti (aukaspyrnur, víta-
spyrnur og hornspyrnur) spyrnti ég nær
undantekningarlaust með hægra fæti, enda
er höfuðatriði að viðhafa sem mest öryggi
í slíkum tilfellum.
Ég vil þó skjóta því hér inn, til að fyrir-
byggja mistök í æfingum, að samkvæmt
minni reynzlu kemur það ekki að haldi
þótt ungur leikmaður æfi tímum saman
allar þessar spyrnur með veikari fæti sín-
um. Það er fyllilega nægilegt, ef hann í
leik er öruggur með betri fæti. Án efa er
það þó mikilvægur kostur við hvern knatt-
spyrnumann að vera jafnvígur á báða fæt-
ur, en ég álít að hæfileikarnir skipti þó
mesm máli í þessu efni. Sumir snjöllustu
knattspyrnumenn heimsins, sem ég hef
kynnzt — ég minnist sérstaklega Ference
Puskas og Alfred Pfaff — léku nær ein-
göngu með betri fætinum. Eingum þeirra
datt nokkru sinni í hug að nota Iakari fót-
inn til hornspyrnu, aukaspyrnu o. s. frv. í
mikilvægum Ieik.
Af þessu leiðir eina grundvallarreglu
knattspyrnuþjálfunar: Æfið í samræmi við
leikinn. Æfið þannig að kröfum raunveru-
legs leiks verði fullnægt! En æfið mörg-
hundruð sinnum það, sem þið þarfnist í
leiknum!
Hið fyrirhafnarlausa öryggi mikilla leik-
manna er ávöxtur hæfileika og ótrúlegustu
iðni og ástundunar Aðeins það, sem leik-
maður hefur algert vald yfir á æfingu, get-
SKINEAvt
ur heppnast í hröðum Ieik og við þá and-
legu og líkamlegu áreynzlu, sem keppni
krefst.
Þegar ég hafði öðlast nær fullkomið
öryggi í framkvæmd hornspyrna, þá fyrst
var þetta ekkert erfiði lengur, og maður
gat áreynslulaust beitt þessari leikni í
keppni
Vesturþýzki landsþjálfarinn, Sepp Her-
berger, hefur ætíð lagt mikið upp úr því
að menn noti sér til hlítar alla þá kosti,
sem leikreglurnar bjóða upp á, og færi sér
sem bezt í nyt þau tækifæri sem bjóðast
þegar andstæðingunum er refsað fyrir brot
á leikreglum. í landsliðinu æfðum við alltaf
hornspyrnur, aukaspyrnur, vítaspyrnur og
innköst, auk nauðsynlegra atriða samleiks í
sókn og vörn.
Fyrir Heimsmeistarakeppnina í Sviss
1954 og meðan á henni stóð, kom okkur
saman um að æfa langar og stuttar horn-
spyrnur. Það átti eftir að koma í Ijós
hversu mikilvægt þetta var. í leiknum gegn
Austurríki, sem við unnum 6:1, skoraði
Max Morlock annað markið eftir langa
hornsendingu frá mér, og „Ottes" fjórða
markið eftir stutta sendingu af sama tagi.
í hinum sögulega úrslitaleik við Ungverja
skoraði Helmut Rahn hið mjög svo mikil-
væga jöfnunarmark (2:2) eftir langa horn-
spyrnu frá mér. Þessi hornspyrna kom strax
á eftir stuttri hornspyrnu, sem Ungverjar
gátu ekki varizt nema í horn,
Mér er einnig í fersku minni undirbún-
ingur landsliðsins fyrir landsleikinn við
Spán 1952 í Madrid. Herberger landsþjálf-
ari hafði áður séð Spánverjana keppa við
Argentínumenn. Þá veitti hann því athygli
hversu hornspyrnur þeirra voru hættulegar.
Á æfingum sýndi hann skalla-sér-
29
/