Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 15
AAinningar frá fyrri landsmótum ’ ' t Landsmót UMFÍ voru vakin til nýs lífs árið 1940 með landsmóti í Haukadal. Síðan hafa þau ver- ið háð reglulega og eru orðin . stærsti reglubundni jþróttavið- burðurinn hérlendis. Úrslit mót- anna frá 1940 hafa oft verið rak- in en nú heyrum við hvað fræknustu íþróttamennirnir á hverjum tíma hafa' frá þessum mótum að segja. Skinfaxi bað stighæstu einstaklinga á Lands- mótunum 1940—1952 að greina lesendum frá því sem þeim væri minnisstæðast frá þessum fyrri mótum. Við fengum þessar á- gætu greinar. sem hér fara ú eitir, og koma hér öll mótin til skila á þessu tímabili. nema Hveragerðismótið 1949: í HAUKADAL 1940. Fyrir 25 árum síðan var íþróttalífið á margan hátt fábreyttara en það er nú. Þá taldist það til stórviðburða í sveitunum, ef íþróttakeppni var milli tveggja ungmenna- félaga. Keppni milli tveggja eða fleiri hér- aðssambanda var næstum því óþekkt fyrir- brigði, hvað þá að íþróttamenn víðsvegai að af landinu kæmu saman nema á Alls- herjarmóti Í.S.Í., sem þá var árlega haldið, Axel Jónsson, al- þingismaður í Kópa- vogi ritar þessa grein. Hann var stig- hæstur á Landsmót- inu 1940 með 8 stig. en þar voru í miklum meirihluta íþrótta- menn úr kaupstöðunum, sveitirnar áttu þar oftast fáa fulltrúa. Þegar það fréttist, að ákveðið væri lands- mót UMFÍ vorið 1940. fylltumst við ungu mennirnir áhuga og tilhlökkun íþrótraæf- ingarnar voru stundaðar af kappi og hver og einn gerði eins og hann gat. tii þess að búa sig sem bezt undir þetta stórmót. Landsmót var í okkar huga þá stór við- burður og þannig vonast ég tii. að enn sé hjá unga fólkinu. þó margt sé breytt og margbreytnin meiri i télags- og skemmt- analífi en þá var Fyrst var ákveöið að Landsmótið ýrði á Akureyri, en það breytt- ist og því var valinn staður i Haukadal í Biskupstungum. Það fór vel á því að halda þetta fyrsta iandsmót ungmetriafélaganna, eftir að þau voru endurvakin, einmitt á SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.