Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Síða 18

Skinfaxi - 01.04.1965, Síða 18
Skagfjörð og afrek hans. En Iánið var ekki með Höskuldi að þessu sinni. Ein sögulegasta grein mótsins var glímu- keppnin. Þar áttust við margir miklir kapp- ar. í allri íþróttakeppni getur allt hið ó- líklegasta gerzt, og einmitt það, meðal ann- ars, gerir hana skemmtilega. Það var engin furða, þótt áhorfendur ætfuðu ekki að átta sig á því, að sjálfur glímukóngurinn, Guð- mundur Ágústsson var fallinn fyrir félaga sínum, Davíð Guðmundssyni, en sú var staðreyndin. Að síðustu þetta: Það er ósk mín U.M. F.í. til handa, að landsmót framtíðarinnar megi fara fram með slíkum glæsibras sem Hvanneyrarmótið. Guttormur Þormar. Jón Ólafsson, lög- regluþjónn á Eski- firði, fékk 12 stig á Laugamótinu 1946 og var um árabil einn af beztu há- stökkvurum og kringlukösturum landsins. AÐ LAUGUM 1946 Það er trúlega svo um flesta menn, að þeim eru einhver tímabil ævinnar minnis- stæðari en önnur sökum þess að þá er líkt og samvinna hafi tekizt milli ytri aðstæðna og hæfileika manna til að njóta tilverunn- ar. Vorið og sumarið 1946 er mér um margt minnisstætt og ekki hvað sízt dvöl á Laugarvatni við nám og leiki, sem kór- ónaðist með landsmód U.M.F.Í. er haldið var að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þegar ég nú að beiðni SKTNFAXA lít um öxl og reyni í fáum orðum að segja frá þessu móti, sem fór fram fyrir tæpum nítján árum síðan, kemur mér fyrst í hug íþrótta-andinn og samhugurinn, sem ríkti meðal keppenda og mótsgesta. Að sjálf- sögðu vantaði hvergi sigurviljann, né þann ásetning að gera sitt bezta og láta hvergi sinn hlut fyrir neinum að óreyndu, en þrátt fyrir harða keppni duldist ekki að þátttak- endur og enda margir áhorfendur áttu í- þróttina að sameign. Þessi leyniþráður sam- eignarinnar gerði það að verkum að þótt menn vissulega væru fulltrúar sérstakra landshluta og íþróttasambanda, bæði kepp- endur og mótsgestir, þá voru þeir samt innifyrir tengdir því bandi, sem iðkun í- þrótta og skilningur á gildi þeirra bindur menn. Þá má og vera að það sem ég vil nefna umhverfisskyldleiki hafi valdið nokkru um þennan samhug, því að þessar íþrótta-hátíð- ir, sem landsmót U.M.F.f. vissulega hafa alltaf verið, eru fyrst og fremst mót fólks úr hinum dreifðu byggðum. Á landsmótum hittist íþróttafólk úr fjar- lægum landshlutum. Fólk sem hefur Icsið um afrek hvers annars í Tímanum og ísa- foldinni og sumir hafa jafnvel komizt á síður íþróttabl. Fregnir, oft ýktar eða óljós- ar, hafa borizt af æfingum þessa eða hins. Lítið hefur verið um mót, svo að óvíst er um getu manna. Spenna er í loftinu. Halda gömlu kempurnar frá fyrri landsmótum sætum sínum eða koma ný nöfn, eins og vera ber, á spjöldin, en þá hver? Kynni takast, oft býsna góð, þótt samdvalartími sé stuttur, því að menn hafa vitað mikið hver um annaii áður, lítið vantað nema útlitsmyndina. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.