Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 19
Jón Ólafsson varð einna fyrstur manna hér á landi til að nota hinn
svokallaða grúfu-stökkstíl, sem nú er nær allsráðandi.
Annað er mér einnig mjög minnisstætt
frá Laugamótinu 1946, þó ég veitti því
ekki athygli þá frekár en sjálfsagt margir
aðrir. En þegar, langt er um liðið og stöð-
ugt fjölgar gagnstæðum dæmum, rennur
upp fyrir mér hve áberandi fámennt lið
Bakkusar var á þessu móti. Önnur lands-
mót U.M.F.Í., síðar háð, hafa ómaklega
hlotið nokkurt umtal vegna vínneyzlu og
afskipta af ölvuðum mótsgestum, svo sem
aðferÖ við geymslu ölvaðra manna í Hvera-
gerði 1949 og rakalaus og ósanngjarn
sleggjudómur ungs rithöfundar um Lauga-
mótið 1946 á forsíðu fyrstu bókar hans.
Sami höfundur gefur reyndar góða lýs-
ingu á vinnubrögðum sínum í fyrsm línu
neðstu málsgreinar sömu síðu, þar sem
hann talar um að „finna upp meginlygi.'
Á Laugamótinu '46 var engin tátylla
fyrir ölvunarorðróm og lék þó þar fyrir
dansi hljómsveit, er í þá tíð naut vinsælda
á borð við það sem bítlar njóta nú og vin-
sælar danshljómsveitir hafa jafnan þótt
draga að sér misjafnan sauð.
Ég bar gæfu til á þessu móti að vinna
þrjár greinar frjálsíþrótta og tvær þeirra
með árangri er síðar kom í ljós að varð
minn bezti á æfinni. Það eitt út af fyrir
sig gerir mér þetta mót mjög minnisstætt,
minnisstæðara en jafnvel nokkurt annað
mót, sem ég hefi tekið þátt í um æfina.
Þau stig sem þannig unnust komu sér vel
fyrir mitt góða samband, en dugðu þó eng-
anveginn til að vinna á sambandarisunum
sem við var að eiga.
Mér er Ijúft til þess að hugsa að nú á
þessu sumri skuli íþróttaæska hinna dreifðu
byggða landsins ennþá einu sinni koma
saman til kappleika og að þessu sinni að
Laugarvatni, þeim stað, sem allra hluta
vegna er mjög vel fallin til slíks móts.
Ekki þarf að efast um, að undirbúningur og
framkvæmd þeirra Skarphéðins-manna
verður með myndarbrag. Hittumst heil að
Laugarvatni.
Eskifirði í maí 1965.
Jón Ölafísnn.
SKINFAXI
19