Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 8
UNGMENNASAMBAND
KJALARNESÞINGS
Það hefur ekki farið fram hjá neinum íþróttaunnanda að í vor og
í sumar hefur íþróttafólk úr Ungmennasambandi Kjalarnessþings
og félögum innan þess látið mjög að sér kveða á öllum sviðum
íþrótta. Fjöldi ungs fólks hefur komið fram á sjónarsvið úr röðum
UMSK, sérstaklega í frjálsum íþróttum; til viðbótar við þann
frækna hóp, sem við mirmumst t.d. frá Landsmótinu í fyrra. Mikil
þátttaka er í íþróttaæfingum hjá UMSK, en sambandssvæði þess
nær yfir fjölmenn byggðarlög allt í kring um höfuðborgina, þar
á meðal næststærsta kaupstað landsins, Kópavog.
En fjölmenni er ekki nægileg skýring á því þróttmikla starfi,
sem unnið er hjá UMSK. Skinfaxi fór í fréttaleit á slóðir UMSK og
þóttist verða margs vísari, sem vert væri að kynna fyrir lesendum
blaðsins. Hið fjölskrúðuga íþróttalíf og hinn góði árangur hjá
UMSK er ekki neinn tilviljunarkenndur happadrættisvinningur
af himnum ofan. Að baki liggur mikið starf forystumanna og fram-
kvæmdastjóra sambandsins og svo ágætur félagsandi og samstaða
UMSK-liðsins, sem hefur mjög góð áhrif og laðar til sín ungt fólk.
Þetta eru keppendur UMSK á Landsmótinu
á Eiðum í fyrra. Sá, sem stendur efst til
hægri er Pálmi Gíslason, einn af forystu-
mönnum UMSK. (Ljósm. Sig. Geirdal).
8
SKINFAXI