Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 16
Harðarson sundkappi byrjaður sund- þjálfun í Varmárlaug. Steinar Lúðvíks- son íþróttakennari annast hins vegar sundþjálfunina hjá Umf. Breiðablik í hinni nýju Kópavogslaug, og það félag vann héraðsmótið í sundi í fyrsta sinn í vor. Sundfólk UMSK fékk ekkert stig á síðasta Landsmóti, en ég gæti trúað að útkoman verði önnur næst. Hjá Umf. Stjörnunni í Garðahreppi er góður áhugi og ágæt þátttaka í æfing- um undir stjórn Ingva Guðmundsson- ar, og sama er að segja um ýmis önnur félög. Umf. Stjarnan og Grótta hafa unnið mjög gott uppbyggingarstarf í undanfarið. I frjálsum íþróttum hafa síðan ég byjaði verið æfingar þrisvar í viku fyr- ir allt bezta frjálsíþróttafólkið innan UMSK, og hafa um 25 sótt æfingamar. Sérstakar æfingar eru fyrir sveina og unglinga. Auk þess er sér tími einu sinni í viku fyrir aldursárganganna 12 —15 ára. Hafa um 30 telpur og 10— 20 piltar sótt þær æfingar. Innan- hússæfingamar voru ýmist í Kópavogi eða á Seltjarnamesi. Strax á fyrstu frjálsíþróttamótunum í vor kom í ljós að UMSK-menn voru vel búnir til átaka. I Víðavangshlaupi ÍR sigruðu sveitir UBK í öllum sveita- keppnum. Og það sem einnig vakti athygli var kornungt keppnifólk, sem nú kom fram á sjónarsviðið við hlið hinna eldri. Unglingastarfið í frjáls- íþróttum í vetur sýndi því góðan ár- angur, og sem dæmi um áhuga má geta þess, að 300—400 unglingar tóku þátt í víðavangshlaupi skóla, sem UMSK gengst fyrir á sambandssvæði sínu. I vor og sumar eru frjálsíþróttaæfingar úti 3svar til 5 sinnum í viku, og eru oftast 30—40 manns á æfingu. Þrír bræður úr Kópavogi vöktu athygli í Víðavangshlaupi ÍR í vor, og hafa unnið góð afrek í sumar. Frá vinstri: Helgi (17 ara), Ragnar (13 ára) og Böðvar (15 ára) Sigur- jónssynir. KNATTLEIKIR Körfuknattleikur er iðkaður hjá Breiðabliki, en lítið annars staðar enn sem komið er. Við stefnum að því að koma upp aldursflokkamóti í þessari íþróttagrein næsta vetur. Miklar framfarir hafa verið í hand- knattleik, sem er stundaður í Kópavogi og Garðahreppi, Mosfellsveit og á Sel- tjarnarnesi. Aðalþjálfari UMSK í handknattleik í sumar er Pétur Bjama- son. Knattspyrnuáhugi er mikill og við stefnum að því að halda héraðsmót fyrir yngri flokkana í haust. I meist- araflokki hefur UBK mikla yfirburði enda eru lið hinna félaganna enn ung að árum. Þórarinn Ragnarsson er knattspyrnuþjálfari UBK. — Þið hafið verið talsvert áberandi á ýmsum íþróttamótum undanfarið? — Já, bæði höfum við haldið mörg 16 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.