Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 18
Samstarí héraðsskólanna og ungmennafélaganna Athyglisverð nýjung í skólastarfinu í Reykholti Vilhjálmur Einarsson Síðastliðinn vetur var nemendum við Héraðsskólann í Reykholti gefinn kost- ur á leiðbeinendanámi, sem var val- námsgrein í 4. bekk. í vor luku svo 8 nemendur gagnfræðaprófi með þessari valgrein. Þar sem hér er um að ræða vísi að þeirri félagsmálakennslu, sem koma þarf á í framhaldsskólunum og ung- mennafélögin hafa lengi óskað eftir, leitaði Sknfaxi frekari upplýsinga um þessa kennslu hjá Vilhjálmi Einarssyni skólastjóra, sem jafnframt er formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar. — Það er min skoðun, segir Vil- hjálmur^ — að héraðsskólarnir eigi að taka að sér það hlutverk að annast félagsmála- og leiðbeinendakennsluna, en ekki endilega að sníða sér stakk eftir gagnfræðaskólum kaupstaðanna. Ég held, að með slikri kennslu geti héraðsskólarnir orðið að góðu liði fyr- ir félagslíf sveitanna, og margir hér í Borgarfirði hafa látið þá sömu skoðun í ljósi. Víða er erfitt að fá fólk til að sinna félagsmálum og sveitarstjórnar- störfum, og hér þyrftu skólarnir að hjálpa til með félagslegri þjálfun ungs fólks. — Ertu ánægður með árangurinn í vetur? — Ég álit að hér hafi verið stigið spor í rétta átt. Kennslan í vetur var auðvitað að ýmsu leyti á tilraunastigi og byrjunarörðugleikar margir. T. d. voru til sáralítil kennslugögn á ís- lenzku og urðu kennarar því að leggja mikla vinnu í undirbúning kennsluefn- is. — Hvað um framhald slíkrar kennslu? — Það er óráðið enn og undir ýmsu komið, en vonandi tekst að halda á- fram að móta þetta starf. Ég er sann- færður um að það hefur geysimikla þýðingu í framtíðinni. — Gætu ungmennafélögin ekki orð- ið að liði við slíka kennslu, t. d. ef for- ystumenn þeirra heimsæktu slíkar skóladeildir og skýrðu frá ýmsu í starfi félaganna. — Jú, áreiðanlega. Með því móti Skólasetrið I Reykholti í Borgarfirði. 18 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.