Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 17
Knattspyrnulið Umf.
Breiðabliks í Kópavogi
ásamt þjálfara sínum.
Þórarni Ragnarssyni
mót og okkar fólk keppt víða. í vetur
hélt UMSK innanhússmót í fyrsta sinn
í öllum aldursflokkum í frjálsum
íþróttum, knattspyrnu og handknatt-
leik. Okkar fólk hefur verið fjölmennt
á öllum frjálsíþróttamótum, inni og
úti, á árinu. Það hefur verið sérstak-
lega ánægjulegt að starfa með frjáls-
íþróttafólkinu, sjá og finna áhuga þess
og fylgjast með framförum.
— Ætlar UMSK að sigra á næsta
Landsmóti ?
— Að sjálfsögðu er það takmarkið,
ég vil samt engu spá um heildarúrslit-
in, en ef nú heldur áfram sem horfir,
þá held ég það verði erfitt að koma í
veg fyrir sigur UMSK í frjálsíþrótta-
keppninni.
ÁLYKTUN
26. ÞINGS UMFÍ UM SKINFAXA
26. sambandsþing UMFI minnir á að málgagn
ungmennafélaganna verður 60 ára á þessu
ári. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeirri
breytingu sem á hefur orðið á útgáfu og efni
Skinfaxa, og hvetur ungmennafélögin til að
stórefla útbreiðslu blaðsins með það að tak-
marki að takast megi að koma eintaki á hvert
heimili. Þingið hvetur alla ungmennafélaga
til að leggja blaðinu til efni af mörgu tagi og
sambandsaðila til að vinna að auglýsinga-
söfnun fyrir blaðið.
SKINFAXI
17