Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 47
Gestgjafarnir í Þrastalundi, hjónin Sigfús
Sigurðsson og Esther Einarsdóttir sitja hér
milli tveggja ferðalanga fyrir utan skálann.
þarf margt að gera í Þrastaskógi, og
stjórn UMFI hefur þegar byrjað athug-
anir á því hvernig svæðið allt verði
sem bezt skipulagt, þannig að ferða-
fóik, ekki sízt fjölskyldur, geti komið
þangað og átt ánægjulega dvöl.
Þrastalundur hefur um árabil verið
góð kynning fyrir staðinn, en margir
gera sér ekki ljóst að landsvæðið upp
með Sogi inn að Álftavatni er einn af
fegurstu stöðum sunnanlands. Iþrótta-
vallargerð er langt komið í skóginum,
og verður völlurinn væntanlega full-
búinn að sumri. Skapast þá góð að-
staða til samkomuhalds og íþrótta-
móta í Þrastaskógi. Endurbæta og
fjölga þarf tjaldstæðum, og útbúa ýmis
konar útivistaraðstöðu fyrir fólk á öll-
um aldri.
Stjórn UMFÍ hvetur alla ungmenna-
félaga til að veita þessari eign ung-
mennafélaganna athygli, og koma á
framæri tillögum um framkvæmdir í
Þrastaskógi, því að það er mál sem
sannarlega varðar alla ungmennafél-
aga.
Gamli Þrastalundur og gamla Sogsbrúin fyrir 30 árum.
SKINFAXI
47