Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 36

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 36
Iþróttaskólinn í Haukadal Ungmennafélagar hvattir til að sækja skólann íþróttaskólinn í Haukadal tekur til starfa að venju 1. nóvember, en skólanum lýkur jafn- an í febrúarlok. A síðasta sambandsþingi UMFÍ var þess minnst, að Sigurður Greips- son hefur nú starfrækt skólann í rúm 40 ár til mikils gagns fyrir íslenzka æsku, fé- lagsmáiastarf og íþróttalíf, ekki sízt í dreif- býlinu. Skinfaxi vill minna unga pilta um allt land á það, að íþróttaskólinn í Haukadal býður upp á sérstætt og áhugaverkjandi nám fyrir hrausta drengi og pilta, sem vilja verða hraustir og læra jafnframt gagnleg bókleg fræði. íþróttanámið skipar jafnan öndvegi í skólanum en bóklega námið er gott vegar- nesti, hvort heldur er fyrir frekara nám eða lífsbaráttuna utan skóla. I íþróttunum er lögð áherzla á fimleika, sund, glímu og frjálsar iþróttir. Bóklegar greinar eru: íslenzka, reikningur, danska, félagsfræði, heilsufræði og íþróttasaga. Ungir menn á ýmsum aldri hafa jafnan sótt íþróttaskólann í Haukadal og fengið þar þrótt og þor og góða þjálfun, líkamlega og andlega. Aðalkennari í bóklegum greinum er Steinar Þórðarson, sem er Haukdælum góð- kunnur fyrir ágætt starf. Sigurður Greipsson er að sjálfsögðu aðaliþróttakennarinn, en á hverjum vetri fær hann einnig ýmsa aðra ágæta þjálfara og kennara í ýmsum greinum til að halda stutt námskeið í skólanum. Ungmennafélagar og ekki sízt forystumenn í hreyfingunni hvar sem er á landinu ættu því að veita athygli því tækifæri, sem skól- inn býður og jafnframt hvetja unga menn á hverjum stað að sækja skólann. íþróttaskólinn í Iiaukadal. Sund- laugin til hægri, íþróttahúsið til vinstri. : •»: IfBSl. 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.