Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 32
Iþróttamiðstöð ISI telíin
til staria
Höskuldur Goði Karlsson
íþróttamiðstöð ISl á Laugarvatni
tók til starfa 10. júlí. Þetta hlýtur að
teljast merkur áfangi í íþróttamálum,
og í tilefni af því náði Skinfaxi tali af
forstöðumanni Iþróttamiðstöðvarinnar,
Höskuldi Goða Karlssyni, og innti
hann frétta um það leyti sem starf-
seminni lauk í ágúst.
íþróttamiðstöðin hefur afnot af í-
þróttamannvirk j um Iþr óttakennar a -
skólans, þar á meðal íþróttavöllunum,
og með góðri samvinnu við aðrar skóla-
stofnanir á staðnum fást einnig afnot
af sundlaug og gufuböðum. Dvalargest-
ir búa í heimavist IKÍ, sem er hin vist-
legasta. Þama er því ágæt aðstaða til
íþróttaiðkana, þótt enn sé eftir að bæta
aðstöðuna varðandi ýmis þægindi, svo
sem búningsklefa og böð við vellina, en
þeim er ætlaður staður í kjallara
heimavistahússins.
Höskuldur sagði að þarna hefðu í
sumar dvalið íþróttafólk úr ýmsum
áttum, samtals um 200 manns. Þarna
dvöldu frjálsíþróttamenn, knattspyrnu-
menn, m. a. meistaraflokkur Vals,
unglingalandsliðin í körfuknattleik og
handknattleik og karlalandsliðið í
handknattleik. Iþróttabandalag Kefla-
víkur sendi hóp 20 stráka austur þang-
að til sumarbúðadvalar. FRl gaf frjáls-
íþróttafólki hvaðanæva af landinu kost
á dvöl og æfingum fyrir Meistaramót-
ið, og var það tækifæri bezt nýtt af
frjálsíþróttafólki utan Reykjavíkur, en
þó ekki nóg. Til fróðleiks má geta þess,
að dvalarkostnaður allur er kr. 250,00
á dag fyrir einstakling.
Þetta er heimavistarhús
Iþróttakennaraskólans,
sem
íþróttamiðstöðin hefur
til afnota á sumrin.
32
SKINFAXI