Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 28
ur útkoman oftast sú, að mest er sagt og ritað um mót og keppnir, en starf- semin, sem liggur að baki þeirra, er ekki talin frásagnarverð, þar sem hún er svo sjálfsögð. En án hennar færu engin mót eða keppni fram og þá yrði ekkert um að rita. Því miður fyrir íþróttahreyfinguna vill kynning þeirra verða neikvæð fremur en jákvæð, þar sem þeim, sem um málin fjalla, hættir til að draga fram óhöpp eða misgjörð eins einstak - ings í leik eða keppni, og gera það að aðalfréttinni, en geta lítið sem ekkert um annað, sem fram fer eða fyrir kom, þar sem það gat ekki fallið undir heit- ið frétt, helzt rosafrétt. Hreyfing er bezta vörnin gegn hrörnunar- sjúkdómum . . . í kynningu íþróttanna taka allir þátt, jafnt keppendur sem þeir, er á bak við standa, stýra og stjórna, enda þótt þeir geri sér það ef til vill ekki all- ir ljóst. Framkoma þeirra á leikvangi sem og utan hans, hvort þeir fara eftir hinum óskrifuðu eða skrifuðu lögum í- þróttanna, starf íþróttafélaganna fyr- ir keppnisfólk sitt, fyrir unglingana eða meðal hinna eldri, hefur allt áhrif á 28 þann, sem utan við stendur. Áhrif sem hann kemur síðar á framfæri sem sínu áliti á íþróttunum, þeim til hróss eða lasts. Segja má að þessi áhrif á einstakl- inginn, sem ósjaldan endast æfilangt, sé hin áhrifamesta kynning á starfsemi íþróttahreyfingarinnar, sem til er. Það má því með sanni segja að allir þeir, sem íþróttir æfa og að íþróttum starfa, séu ætíð með eigin framkomu að kynna íþróttahreyfinguna. Að þeir séu ,,PR“-menn hennar. Með breyttum þjóðháttum hafa mörg ný vandamál skapast. Sum hefur tek- ist að leysa en öðrum virðist vera erf- itt að útrýma enda þótt lausn vandans sé fyrir hendi og afar einföld. Lífeðlisfræðingar ýmissa landa hafa á síðustu árum veitt athygli sífellt ör- ari aldursbreytingum manna. Einkenni sem áður komu ekki oft í ljós og þá seint á æfinni, koma nú fram fyrr og eru miklum mun algengari. Eftir langar rannsóknir og flóknar og miklar umhugsanir hafa margir þeirra gert heyrum kunna þá skoðun sína, að margar af aldursbreytingum mannslíkamans stafi að mestu leyti af hreyfingarleysi og vegna þess að tauga- kerfi líkamans starfi ekki nógu vel. Hreyfingarleysið eigi svo rót sína að rekja til velferðarríkis nútímans, með sínum aukna vélakosti og viðeig- andi breytingum á vinnu og vinnuað- ferðum fólks. Því sé raunverulega ekki um ann- að ræða í þessu efni en að fólkið sjálft verði sér úti um þá hreyfingu, sem lík- amanum sé nauðsynleg en vinnan skapi því ekki lengur. En því er nú ver að á því sviði er SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.