Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 11
Þegar við sáum Jón Guðmundsson bónda á Reykjum í Mosfellssveit vera að afhenda verðlaun á Héraðshátíð UMSK í sumar, ákváðum við að ná tali af honum, þvi hann hefur manna Iengst verið virkur ungmennafélagi í UMSK. '— Er ekki langt síðan þú byrjaðir að fást við íþróttir og félagsmál, Jón? — Það eru líklega um 30 ár síðan. Eg var í UMSK-liðinu sem sigraði á fyrsta endurreista Landsmótinu 1940 í Haukadal. Ég keppti einnig á Lands- mótunum 1943 og 1949, en á Laugar- vatnsmótinu 1965 hélt ég upp á 25 ára Landsmótsafmælið með því að vera söngþátttakandi í Karlakór Kjósar- sýslu, sem söng í hátíðardagskránni. — Voruð þið duglegir að æfa? — Á þessum árum var Afturelding kjarninn í UMSK, en Kópavogur var þá í örum vexti og sömuleiðis ung- mennafélagið þar. Æfingar voru reglu- lega á sumrin á Leirvogstungubökk- um og góður árangur náðist. Þessi frjálsíþróttahópur fór svo að stunda innanhússæfingar á veturna, og upp úr því kom svo handknattleikslið Aftur- eldingar fram á sjónarsviðið, sem lét allmjög að sér kveða um árabil. — Lékst þú ekki nokkuð lengi með þessu fræga stórskotaliði? — Jú, og eflaust lékum við „gömlu mennirnir" of lengi, því allt í einu vor- um við orðnir fertugir án þess að hugs- að hefði verið fyrir endurnýjuninni- Kannski var mín frægð helzt fólgin í því að taka öll vítaköst liðsins í 5 ár samfleitt án þess að mistakast. — Þú hefur beitt þér fyrir því að komið yrði upp landsmótsstað á hér- aðssvæði UMSK. — Já, ég tel það afdráttarlaust lífs- nauðsyn fyrir ungmenna- og íþrótta- félögin að komið verði upp stórum hér- aðsmótssvæðum, þar sem aðstaða er til að halda veglegar íþróttasamkomur. Þessi skoðun varð að óbifandi sannfær- ingu eftir að ég varð vitni að Lands- mótinu á Laugarvatni. Þetta er ekki aðeins félagsleg nauðsyn fyrir hinar dreifðu byggðir, heldur er um að ræða SKINFAXI 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.