Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 11

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 11
Þegar við sáum Jón Guðmundsson bónda á Reykjum í Mosfellssveit vera að afhenda verðlaun á Héraðshátíð UMSK í sumar, ákváðum við að ná tali af honum, þvi hann hefur manna Iengst verið virkur ungmennafélagi í UMSK. '— Er ekki langt síðan þú byrjaðir að fást við íþróttir og félagsmál, Jón? — Það eru líklega um 30 ár síðan. Eg var í UMSK-liðinu sem sigraði á fyrsta endurreista Landsmótinu 1940 í Haukadal. Ég keppti einnig á Lands- mótunum 1943 og 1949, en á Laugar- vatnsmótinu 1965 hélt ég upp á 25 ára Landsmótsafmælið með því að vera söngþátttakandi í Karlakór Kjósar- sýslu, sem söng í hátíðardagskránni. — Voruð þið duglegir að æfa? — Á þessum árum var Afturelding kjarninn í UMSK, en Kópavogur var þá í örum vexti og sömuleiðis ung- mennafélagið þar. Æfingar voru reglu- lega á sumrin á Leirvogstungubökk- um og góður árangur náðist. Þessi frjálsíþróttahópur fór svo að stunda innanhússæfingar á veturna, og upp úr því kom svo handknattleikslið Aftur- eldingar fram á sjónarsviðið, sem lét allmjög að sér kveða um árabil. — Lékst þú ekki nokkuð lengi með þessu fræga stórskotaliði? — Jú, og eflaust lékum við „gömlu mennirnir" of lengi, því allt í einu vor- um við orðnir fertugir án þess að hugs- að hefði verið fyrir endurnýjuninni- Kannski var mín frægð helzt fólgin í því að taka öll vítaköst liðsins í 5 ár samfleitt án þess að mistakast. — Þú hefur beitt þér fyrir því að komið yrði upp landsmótsstað á hér- aðssvæði UMSK. — Já, ég tel það afdráttarlaust lífs- nauðsyn fyrir ungmenna- og íþrótta- félögin að komið verði upp stórum hér- aðsmótssvæðum, þar sem aðstaða er til að halda veglegar íþróttasamkomur. Þessi skoðun varð að óbifandi sannfær- ingu eftir að ég varð vitni að Lands- mótinu á Laugarvatni. Þetta er ekki aðeins félagsleg nauðsyn fyrir hinar dreifðu byggðir, heldur er um að ræða SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.