Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 35
Helgason símstöðvarstjóri Höfn Horna
firði; þessir sömu menn sömdu í félagi
spurningarnar ásamt með þeim séra
Fjalari Sigurjónssyni Kálfafellsstað og
Þórhalli Sigurðssyni Holtaseli.
Fyrsta keppnin fór svo fram 22.
marz í Mánagarði í Nesjum. Þar átt-
ust við UMF Máni í Nesjum og UMF
Öræfa. Bar Máni sigur úr bítum. Kom
strax í ljós á þessari fyrstu keppni að
óvenju mikill áhugi virtist vera hjá
fólki fyrir þessari nýbreytni í félagslíf-
inu. Var hvert sæti orðið fullskipað á
þeirri mínútu, sem skemmtunin skyldi
hefjast samkvæmt auglýsingu. Og
skjótlega úr því varð húsið yfirfullt og
varð að vísa mörgum frá.
A öllum spurningekeppnunum var
sitt hvað fleira til skemmtunar, svo
sem söngur, upplestrar, vísnabotnar
o. fl. Auk þess var dans í lokin á öllum
skemmtununum. Ölvun var ávallt
bönnuð og bar sama og ekkert á ölvun
á þessum skemmtunum nema þá helzt
á dansleiknum eftir síðustu keppnina.
En þar voru mættir f jölda margir utan-
héraðsmenn, einkum sjómenn af að-
komubátum.
Laugardgaskvöldið 29. marz kepptu
svo á Hrolllaugsstöðum UMF Sindri í
Höfn og UMF Vísir i Suðursveit. Sigr-
aði Vísir í þeirri keppni. Yfirfullt hús
var á þessari keppni sem hinni fyrri.
Laugardaginn 19. apríl var svo síðasta
umferðin í undankeppninni. Áttust þá
við UMF Hvöt í Lóni og UMF Valur á
Mýrum. Keppnin fór fram í félags-
heimilinu Holti á Mýrum. Og enn var
yfirfullt hús. Hvöt bar sigur úr bítum
í þessari keppni.
Var þá komið að úrslitakeppninni.
En hún fór fram í Sindrabæ á Höfn 30.
april. Þar mættu til keppni fulltrúar
frá þeim 3 félögum, sem sigrað höfðu í
undankeppninni. Úrslitin í keppninni
urðu þau, að UMF Máni sigraði og
hlaut 155,8 stig. 2. í röðinni var UMF
Hvöt og hlaut 141,7 stig og 3. varð
UMF Vísir, hlaut 138,4 stig. 1 sveit
Mána, sem sigraði í keppninn, voru
þessir:
Hreinn Eiríksson Sunnuhvoli, Sig-
urður Sigurbergsson Stapa, Torfi Þor-
steinsson Haga, Anna Egilsdóttir Selja-
völlum (14 ára) , og Sigurbjörg Sigurð-
ardóttir Stapa (12 ára).
Á þessari skemmtun í Sindrabæ var
geysimikill mannfjöldi eða fleira fólk
en nokkru sinni áður á skemmtun í
því húsi eftir því, sem kunnugir álitu.
Telja má öruggt, að samtals hafi sótt
allar þessar skemmtanir 12—13 hund-
ruð manna.
Torfi Steinþórsson.
SKINFAXI
35