Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 35
Helgason símstöðvarstjóri Höfn Horna firði; þessir sömu menn sömdu í félagi spurningarnar ásamt með þeim séra Fjalari Sigurjónssyni Kálfafellsstað og Þórhalli Sigurðssyni Holtaseli. Fyrsta keppnin fór svo fram 22. marz í Mánagarði í Nesjum. Þar átt- ust við UMF Máni í Nesjum og UMF Öræfa. Bar Máni sigur úr bítum. Kom strax í ljós á þessari fyrstu keppni að óvenju mikill áhugi virtist vera hjá fólki fyrir þessari nýbreytni í félagslíf- inu. Var hvert sæti orðið fullskipað á þeirri mínútu, sem skemmtunin skyldi hefjast samkvæmt auglýsingu. Og skjótlega úr því varð húsið yfirfullt og varð að vísa mörgum frá. A öllum spurningekeppnunum var sitt hvað fleira til skemmtunar, svo sem söngur, upplestrar, vísnabotnar o. fl. Auk þess var dans í lokin á öllum skemmtununum. Ölvun var ávallt bönnuð og bar sama og ekkert á ölvun á þessum skemmtunum nema þá helzt á dansleiknum eftir síðustu keppnina. En þar voru mættir f jölda margir utan- héraðsmenn, einkum sjómenn af að- komubátum. Laugardgaskvöldið 29. marz kepptu svo á Hrolllaugsstöðum UMF Sindri í Höfn og UMF Vísir i Suðursveit. Sigr- aði Vísir í þeirri keppni. Yfirfullt hús var á þessari keppni sem hinni fyrri. Laugardaginn 19. apríl var svo síðasta umferðin í undankeppninni. Áttust þá við UMF Hvöt í Lóni og UMF Valur á Mýrum. Keppnin fór fram í félags- heimilinu Holti á Mýrum. Og enn var yfirfullt hús. Hvöt bar sigur úr bítum í þessari keppni. Var þá komið að úrslitakeppninni. En hún fór fram í Sindrabæ á Höfn 30. april. Þar mættu til keppni fulltrúar frá þeim 3 félögum, sem sigrað höfðu í undankeppninni. Úrslitin í keppninni urðu þau, að UMF Máni sigraði og hlaut 155,8 stig. 2. í röðinni var UMF Hvöt og hlaut 141,7 stig og 3. varð UMF Vísir, hlaut 138,4 stig. 1 sveit Mána, sem sigraði í keppninn, voru þessir: Hreinn Eiríksson Sunnuhvoli, Sig- urður Sigurbergsson Stapa, Torfi Þor- steinsson Haga, Anna Egilsdóttir Selja- völlum (14 ára) , og Sigurbjörg Sigurð- ardóttir Stapa (12 ára). Á þessari skemmtun í Sindrabæ var geysimikill mannfjöldi eða fleira fólk en nokkru sinni áður á skemmtun í því húsi eftir því, sem kunnugir álitu. Telja má öruggt, að samtals hafi sótt allar þessar skemmtanir 12—13 hund- ruð manna. Torfi Steinþórsson. SKINFAXI 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.