Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 45
anahaldi sé hægt að fyrirbyggja leiðinda-
atburði, slíka er átt hafa sér stað á undanförn-
um hvítasunnuhelgum.
Einnig samþykkti þingið að kanna mögu-
leika á árlegum æskulýðsdegi til hátðarhalda
og kynningar á starfi ungs fólks, og kom fram
sú hugmynd að tímasetja slíkan æskulýðsdag
um hvítasunnuna.
Þá lýsti þingið því yfir ,,að enn skorti
skilning þjóðarinnar á mikilvægi skipulegrar
þátttöku Islands í aðstoð við þróunarríkin.
Leggur þingið höfuðáherzlu á samþykkt lög-
gjafar um íslenzkan þróunarsjóð, svo og að
fræðslustarf verði eflt“. Einnig var samþykkt
ný reglugerð fyrir Herferð gegn Hungri, sem
gerir hana að sjálfstæðri stofnun í tengslum
við ÆSÍ.
Þingið skorar á Aiþingi að afgreiða þegar
á næsta þingi framkomið frumvarp um
Æskulýðsmál, sem enn liggur óafgreitt hjá
lögg j afarsamkomunni.
Erlend samskipti hafa löngum verið stór
þáttur í starfi ÆSÍ. Þingið fjallaði um þau
mál og kom fram að miklum erfiðleikum er
bundið að halda þeim við, vegna stöðugt
meiri kostnaðar, en ÆSÍ á við fjárhagsörðug-
leika að etja. T. d. hefur fjárveiting til ÆSÍ
verið óbreytt i nokkur ár. Voru gerðar sam-
þykktir um leiðir til að bæta úr þessu ó-
fremdarástandi.
Um afbrot ungs fólks ályktaði ÆSI að gera
könnun á því máli og hvernig á þeim er tekið,
bæði hér og erlendis. Er ætlunin að leggja
fram tillögur um nýbreytni á grundvelli slíkr-
ar könnunar.
f lok þingsins tók nýkjörin stjórn við störf-
um, en stjórnarkjör hafði farið fram á aðal-
fundi fulltrúaráðs ÆSÍ fyrr í maímánuði.
Framkvæmdastjórn ÆSÍ til næstu tveggja
ára skipa:
Olafur Einarsson, formaður, Sambandi ísl.
stúdenta erlendis, Hreggviður Jónsson, v-
form. íslenzkum ungtemplurum. Pétur Svein-
bjarnarson, ritari ungra sjálfstæðismanna
Eyjólfur Sigurðsson, gjaldkeri, Bandalag ísl.
farfugla.
Aðrir í stjórn eru:
Benedikt Guðbjartsson, Stúdentaráð Há-
skóla íslands
Gústa A. Skúlason, Samband ungra jafnaðar-
manna
Haukur M. Haraldsson, Æskulýðsfylkingunni
Jóhannes Harðarson, Iðnnemasambandi ís-
lands.
ÆSÍ hefur beitt
sér fyrir endurreisn
hins forna sögu-
staðar í Viðey.
Viðgerð á Viðeyjar
stofu hófst í sumar.
SKINFAXI
45