Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 23
fellssýslu dreifði fræi og áburði fyrir
austan Asavatn í landgræðslugirðing-
unni í Meðallandi, ungmennafélögin
Kári Sölmundarson og Reynir í Mýr-
dal í Sólheimaheiði og í Reynisfjalli,
Ungmennasamband Skagafjarðar á
Hofsafrétti, Ungmennasamband Aust-
ur-Húnavatnssýslu við Helgufell á
Auðkúluheiði, Héraðssambandið
Skarphéðinn á Biskupstungnaafrétti
norðan Bláfells og og við Tjarnheiði
hjá Hvítárnesi og einnig í sandgræðslu-
girðingunni í Landeyjum, Ungmenna-
samb. Austurlands á Jökuldalsheiði og
Sprengisandi, Ungmenna- og íþrótta-
samband Austurlands á Jökulheiði og
í Gæsadal, Ungmennasamband Norð-
ur-Þingeyinga við Vesturdal skammt
frá Hljóðaklettum, Héraðssamband
Suður-Þingeyinga á Hólasandi og á
Hálsmelum í Fnjóskadal, Héraðsam-
band Snæfells- og Hnappadalssýslu á
Ingjaldshóli við Hellisand, Ungmenna-
samband Kjalanessþings og Ung-
mennafélagið Víkverji á Tröllahálsi á
Bláskógaheiði og Ungmennasamband
Borgarfjarðar á Skorraholtsmelum í
Melasveit. Þarna girtu borgfirzku ung-
mennafélagarnir einnig 25 hektara
svæði og víðar var unnið að því að
girða svæði og lagfæra landgræðslu-
girðingar auk áburðar- og frædreifing-
ar í þessum ferðum. Víða voru stungin
niður moldarbörð og gerðar ýmsar við-
líka ráðstafanir til að hefta uppblástur-
inn. Ungmennafélag Grindavíkur
keypti fyrir eigin fé áburð og grasfræ
og dreifði suður þar, og má vel vera að
fleiri aðilar hafi gert það. 1 öllum ferð-
um voru höfð meðferðis dráttarvél og
áburðardreifari til notkunar á sléttum
landsvæðum. Þeir Ingvi Þorsteinsson
og Ólafur Ásgeirsson önnuðust skipu-
Ungmennasamband Vestur-Skafta-
lagningu þessara ferða, en sumum ferð-
unum stjórnuðu héraðsmenn sjálfir.
Allar þessar ferðir tókust mjög vel,
og voru auðvitað jafnframt skemmti-
ferðir um leið og unnið var að góðu
málefni. Það sannast æ betur að slíkar
ferðir eru mjög heppilegar til að efla
félagsstarfið og samheldnina, og í
þeim kynnist fólkið landinu og sér
um leið þörfina á því að klæða það
meiri gróðri.
Árangurinn af þessu starfi er nú orð-
inn öllum sýnilegur, sem skoða vilja.
Að vísu eru flest landgræðslusvæðin
fjarri alfaraleið, en svæðin, sem í var
sáð í fyrra, eru víða mjög vel upp gró-
in.
I lok ágúst munu ungmennafélagar
vinna í sjálfboðavinnu við melskurð í
Landeyjum og víðar í samráði við
Landgræðsluna og jafnvel við söfnun
lúpínufræs, en allt eru þetta mikilvæg-
ir þættir í landgræðslustarfinu.
SKINFAXI
23