Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 25
Eigum við að fórna þessu á altari peninga- guðsins? Myndin er af Laxá, þar sem hún rennur úr Mývatni milli grasigróinna bakka. Þessar horfur eru e.t.v. málaðar nokkuð dökkum litum hér, en svo mikið er víst að athugun er gerð á þessu og ráðagerðir um þetta eru á döfinni, og nokkuð hefur verið skrifað um þetta í blöð. Þess vegna er nauð- synlegt að hver og einn fylgist vel með þess- um málum og sé á verði gegn allri viðleitni til að spilla náttúrufegurð íslands. Þegar sumir menn tala með peningahreim um auð- lindir íslenzkra fallvatna, minnast þeir yfir- eitt ekki á þau verðmæti náttúrunnar, sem dýrmætari eru en svo, að þau veði metin til fjár, fegurðina. Enda hefur peningavonin allt- af verið blind á náttúrufegurð. Afmæli góðra fyrirheita Þegar sr. Eiríkur J. Eiríksson, fyrrum sam- bandsstjóri, setti síðasta sambandsþing UMFÍ, gerði hann íþróttalögin og íþróttasjóð og hlutverk hans að megininntaki ræðu sinn- ar. Þetta var ekki að ófyrirsynju. íþrótta- lögin eiga nefnilega þrítugsafmæli innan skamms. Fjárhagsafkoma íþróttasjóðs er hörmuleg og sömuleiðis eru fjárhagsörðu- leikar UMFÍ alvarlegri nú en nokkru sinni áður. íþróVialögin voru upphaflega sam- þykkt á Alþingi 12. febrúar 1940. Þau hafa verið í gildi álíka lengi og sr. Eiríkur gegndi formennsku í UMFÍ. Honum er því manna bezt kunnugt um gildi þessara laga fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Hann þekkir mæta vel þau hlunnindi, sem þau hafa veitt og jafnframt þau vonbrigði, sem félagsmála- og íþróttahreyfingin hefur orðið fyrir og það í vaxandi mæli, vegna getuleys- is iþróttasjóðs. Eiríkur benti á þau fyrirheit, sem íþróttalögin gáfu hinni frjálsu ung- mennafélags- og íþróttahreyfingu. Eitt meginatriði íþróttalaganna var stofnun íþróttasjóðs, en tilgangur hans var einmitt að tryggja sómasamlega fjárhagsaðstoð við íþróttastarf ÍSÍ og UMFÍ. í framkvæmdinni hafa íþróttalögin svo verið gerð að hálfgerð- ri skopmynd vegna smánarlega lágra fram laga ríkisins til íþróttasjóðs. Ár eftir ár og áratug eftir áratug sýnir ríkisvaldið íþrótta- starfinu í landinu slíkt virðingarleysi að gera íþróttasjóði ókleyft að standa við lög- boðnar skuldbindingar sínar. Sjóðurinn fékk aðeins 5 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári, og geta allir séð að slík hungurlús hrekkur skammt. Afleiðingin af þessu svelti íþróttasjóðs er sú, að hann dregur nú orðið 50 milljón króna langan skuldahala, sem stöðugt hefur verið að lengjast. í upphafi kaflans um íþróttasjóð segir svo í 5. gr. íþróttalaganna: „Alþingi veitir árlega fé í sjóð til eflingar íþróttum í landinu, eða sér honum fyrir öruggum tekjum á annan hátt. Nefnist hann íþróttasjóður". Það var því hæversk krafa, og aðeins til áréttingar á þessu lagaákvæði, sem 26. þing UMFÍ setti fram í ályktun, sem sé að ársframlag til íþróttasjóðs yrði tafarlaust aukið í 20 mill- jónir króna. Minna má það ekki vera til að viðlit sé að lagfæra þetta vandræðaástand. Lög og viðurlög Hinir framsýnu frumkvöðlar íþróttalaganna samþykktu einnig sérstök lög (12. apríl 1940) um „tekjuöflun til íþróttasjóðs", sem stuðla áttu að enn betri fjárhagsafkomu sjóðsins. Þetta eru lögin um „veðmálastarfsemi í sam- bandi við íþróttakappleiki til ágóða fyrir íbróttasjóð“. Samkvæmt þessum lögum hefur íþrót.tasjóður fengið einkalyefi til getrauna- starfsemi og lét starfrækja slíka starfsemi SKINFAXI 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.