Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 34
USAH
Þáttaka í spumingakeppni Ungmenna-
sambands Austur Húnvetninga var að
þessu sinni frá 7 félögum. Ekki var
gert að skyldu að þátttakendur í
keppninni væru í ungmennafélögum,
en þeir skyldu vera búsettir á félags-
svæði viðkomandi ungmennafélags.
Engin aldurstakmörk voru sett. Alls
sendu sjö félög lið til keppni, eins og
áður segir, og voru þrír í hverri sveit.
Keppt var á fjórum stöðum, þ.e. í
Húnaveri, á Skagaströnd, Flóðvangi og
á Blönduósi. Lokakeppnin var háð á
Húnavöku.
Sveit Ungmennafélags Svínhrepp-
inga bar sigur úr býtum, en sveitina
skipuðu: Valgerður Guðmundsdóttir,
Syðri-Grund; Jóhann Guðmundsson,
Holti og Hannes Guðmundsson,
Auðkúlu. Hvert þeirra fékk í verðlaun
eintak af bókinni „Veröldin og við“.
I öðru sæti var sveit Ungmennafélags
Þingbúa. Fengu liðsmenn í verðlaun
bókina „Bættir eru bænda hættir“.
M. Ó.
Ums. ÍJlfljótur,
Austur-Skaftafellssýslu
2. febrúar 1969 kom stjórn Úlfljóts
saman á fund ásamt með formönnum
sambandsfélaganna. Var þar rætt m. a.
um framkvæmd og fyrirkomulag á
væntanlegri spurningakeppni milli
sambandsfélaganna.
Tilhögun keppninnar var ákveðin
þannig:
Tvö félög skyldu keppa með sér
hverju sinni. Félögn voru alls 6, sem
þátt tók í keppninni, þar sem Umf.
Öræfinga var boðin þátttaka í keppn-
inni, þó það sé ekki í sambandinu.
Urðu því 3 félög að taka þátt í úrslita-
keppninni. Til keppni skyldu mæta 5
þátttakendur frá hverju félagi. Urðu
þeir að hafa verið félagar í viðkomandi
félagi a. m. k. frá síðustu áramótum.
Þá var það gert að skilyrði, að a. m. k.
2 eða 3 af keppendum frá hverju félagi
yrðu að vera 20 ára eða yngri, og var
þá ekki bundið neinu skilyrði, að þeir
unglingar hefðu verið skrásettir í við-
komandi ungmennafélagi um síðustu
áramót. Enda fór það svo, að frá flest-
um félögunum mættu til keppni meðal
annarra unglingar allt niður í 12 ára
aldur. Var því ávallt nokkrum hluta
spuminganna hagað þannig, að þær
væru einkum við hæfi unglinga. Spyrja
skyldi 20 spurninga hverju sinni, og
mátti velja þær um hvað sem vera
skyldi milli himins og jarðar. Einnar
mínútu umhugsunarfrestur var leyfð-
ur til að svara spurningu.
Til þess að stjórna spurningakeppn-
inni var fenginn Rafn Eiríksson skóla-
stjóri, Sunnuhvoli, en dómari var séra
Skarphéðinn Pétursson prófastur að
Bjarnanesi, og tímavörður Óskar
34
SKINFAXI