Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 42
stunduð nema á Húsavík þar er hún mikið
stunduð, kepptu þeir á mörgum mótum m. a.
á Skíðamóti íslands og Unglingamóti íslands
þar sem þeir voru í 3. sæti. Knattspyrna er
mikið stunduð á sambandssvæðinu; léku
sambandsfélögin 54 leiki innbyrðis og utan
héraðs. íf. Völsungur tók þátt í III. deildar
keppni KSÍ og komst í úrslitaleik um rétt til
að leika í II. deild í ár, en fresta varð úrslita-
leiknum vegna veðurs. Völsungur tók þátt í
Norðurlandsmóti i I. deild og umf. Mývetn-
ingur í Norðurlandsmóti II. deildar; ennfrem-
ur var haldið héraðsmót í knattspyrnu. Hand-
knattleikur er ekkert stundaður nema af íf.
Völsungi. Þeir léku 14 leiki á árinu. Tóku þátt
í íslandsmóti II. fl. konur (úti) og lentu í 2.
sæti; sama lið varð einnig Norðurlandsmeist-
arar.
Arngrimur Geirsson lagði fram reikninga
HSÞ. Niðurstðutölur rekstrarreiknings voru
kr. 555.853,07. Helztu tekjuliðir voru þessir.
Styrkir 117.631,00 íþróttamót og samkomur
236.295,45. Helztu gjaldaliðir voru þessir:
Kennsla og þjálfun 141.905,00. Þátttaka í
mótum kr. 111.756,60, og íþróttamót og sam-
komur kr 105.859,00. Eignir sambandsins
voru kr. 509.922,27.
Nokkrar tillögur sem samþykktar voru á
þinginu:
56 þing HSÞ samþykkir að kjósa 5 manna
nefnd til þess árið 1970 að undirbúa og skipu-
leggja minningarár 11 alda byggðar nor-
rænna manna í Þingeyjarþingi.
56. þing HSÞ beinir því að tilefni til stjórn-
ar UMFÍ að keppnisreglur þær, sem farið er
eftir á landsmótum UMFI verði samdar og
sendar sambandsfélögum minnzt hálfu ári áð-
ur en keppni hefst og að ekki verði hvikað frá
þeim við framkvæmd mótanna nema með
samþykki allra keppnisaðila.
Vegna þess hve spurningakeppni HSÞ hlaut
góðar undirtektir héraðsbúa, samþykkir sam-
bandsþing HSÞ 1969 að verja 10.000,00 kr.
til áburðarkaupa í landgræðsluskyni. Fram-
lag þetta greiðist þó því aðeins, að aðrir að-
ilar í viðkomandi sveit leggi a. m. k. jafn mik-
ið fé á móti.
56. þing HSÞ telur æskilegt að takast megi
samstarf með héraðssambandinu og sam-
vinnufélögunum á sambandssvæðinu um út-
breiðslu og félagsmál.
56. þing HSÞ telur þá þróun varhuga-
verða, að fólk flytjist í stórum stíl úr landi
vegna vantrúar á fjárhagslegri afkomu hér-
lendis og beinir því til stjórnar sambandsins
að leita samstarfs innan ungmennafélags-
hreyfingarinnar og við önnur félagssamtök,
sem til greina gætu komið að stemma stigu
við þessari óheillaþróun
Úr stjórn sambandsins áttu að ganga Sig-
urður Jónsson og Vilhjálmur Pálsson er voru
báðir endurkosnir og er stjómin þannig skip-
uð: Óskar Ágústsson form., Sigurður Jónsson
ritari, Arngrímur Geirsson gjaldkeri, Vil-
hjálmur Pálsson varaformaður og Stefán
Kristjánsson meðstjórnandi.
(Fréttaritari H. S. Þ.)
SPURNINGAKEPPNI UNGLINGA
Ungmennasamband Eyjafjarðar gekkst í vet-
ur fyrir spurningakeppni innan barnaskól-
anna á sambandssvæði sínu UMSE er frum-
kvöðull í hinum vinsælu spurningaskemmtun-
um og fór hér enn inn á nýja braut. Er það
vel að hinum yngstu skuli einnig gefinn kost-
ur á að spreyta sig í þekkingarkeppni. Þessari
keppni lauk í Freyvangi 2. marz s. 1. Hrís-
eyjarskóli, Laugalandsskóli í Öngulsstaða-
hreppi og Þelamerkurskóli sigruðu í undan-
úrslitum og kepptu til úrslita Úrslitin urðu ó
þá leið, að Þelamerkurskóli sigraði hlaut 85
stig, af l’OO mögulegum, Hriseyjarskóli fékk
80 stig og Laugalandsskóli 70.8 stig. Fyrir
Þelamerkurskóla kepptu. Álfhildur Ólafsdótt-
ir, Gerði; Benedikt Björgvinsson, Dvergsteini
og Haraldur Gunnþórsson, Gásum. Hlutu þau
bókaverðlaun frá UMSE og skóli þeirra áletr-
aðan veggskjöld til minningar um keppnina.
Keppnisstjóri var Þóroddur Jóhannsson og
dómari Oddur Gunnarsson.
AIIs voru fjórar samkomur í sambandi við
spurningakeppnirnar. Húsfyllir var á þeim
öllum og þær fóru vel fram.
42
SKINFAXI