Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 42
stunduð nema á Húsavík þar er hún mikið stunduð, kepptu þeir á mörgum mótum m. a. á Skíðamóti íslands og Unglingamóti íslands þar sem þeir voru í 3. sæti. Knattspyrna er mikið stunduð á sambandssvæðinu; léku sambandsfélögin 54 leiki innbyrðis og utan héraðs. íf. Völsungur tók þátt í III. deildar keppni KSÍ og komst í úrslitaleik um rétt til að leika í II. deild í ár, en fresta varð úrslita- leiknum vegna veðurs. Völsungur tók þátt í Norðurlandsmóti i I. deild og umf. Mývetn- ingur í Norðurlandsmóti II. deildar; ennfrem- ur var haldið héraðsmót í knattspyrnu. Hand- knattleikur er ekkert stundaður nema af íf. Völsungi. Þeir léku 14 leiki á árinu. Tóku þátt í íslandsmóti II. fl. konur (úti) og lentu í 2. sæti; sama lið varð einnig Norðurlandsmeist- arar. Arngrimur Geirsson lagði fram reikninga HSÞ. Niðurstðutölur rekstrarreiknings voru kr. 555.853,07. Helztu tekjuliðir voru þessir. Styrkir 117.631,00 íþróttamót og samkomur 236.295,45. Helztu gjaldaliðir voru þessir: Kennsla og þjálfun 141.905,00. Þátttaka í mótum kr. 111.756,60, og íþróttamót og sam- komur kr 105.859,00. Eignir sambandsins voru kr. 509.922,27. Nokkrar tillögur sem samþykktar voru á þinginu: 56 þing HSÞ samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til þess árið 1970 að undirbúa og skipu- leggja minningarár 11 alda byggðar nor- rænna manna í Þingeyjarþingi. 56. þing HSÞ beinir því að tilefni til stjórn- ar UMFÍ að keppnisreglur þær, sem farið er eftir á landsmótum UMFI verði samdar og sendar sambandsfélögum minnzt hálfu ári áð- ur en keppni hefst og að ekki verði hvikað frá þeim við framkvæmd mótanna nema með samþykki allra keppnisaðila. Vegna þess hve spurningakeppni HSÞ hlaut góðar undirtektir héraðsbúa, samþykkir sam- bandsþing HSÞ 1969 að verja 10.000,00 kr. til áburðarkaupa í landgræðsluskyni. Fram- lag þetta greiðist þó því aðeins, að aðrir að- ilar í viðkomandi sveit leggi a. m. k. jafn mik- ið fé á móti. 56. þing HSÞ telur æskilegt að takast megi samstarf með héraðssambandinu og sam- vinnufélögunum á sambandssvæðinu um út- breiðslu og félagsmál. 56. þing HSÞ telur þá þróun varhuga- verða, að fólk flytjist í stórum stíl úr landi vegna vantrúar á fjárhagslegri afkomu hér- lendis og beinir því til stjórnar sambandsins að leita samstarfs innan ungmennafélags- hreyfingarinnar og við önnur félagssamtök, sem til greina gætu komið að stemma stigu við þessari óheillaþróun Úr stjórn sambandsins áttu að ganga Sig- urður Jónsson og Vilhjálmur Pálsson er voru báðir endurkosnir og er stjómin þannig skip- uð: Óskar Ágústsson form., Sigurður Jónsson ritari, Arngrímur Geirsson gjaldkeri, Vil- hjálmur Pálsson varaformaður og Stefán Kristjánsson meðstjórnandi. (Fréttaritari H. S. Þ.) SPURNINGAKEPPNI UNGLINGA Ungmennasamband Eyjafjarðar gekkst í vet- ur fyrir spurningakeppni innan barnaskól- anna á sambandssvæði sínu UMSE er frum- kvöðull í hinum vinsælu spurningaskemmtun- um og fór hér enn inn á nýja braut. Er það vel að hinum yngstu skuli einnig gefinn kost- ur á að spreyta sig í þekkingarkeppni. Þessari keppni lauk í Freyvangi 2. marz s. 1. Hrís- eyjarskóli, Laugalandsskóli í Öngulsstaða- hreppi og Þelamerkurskóli sigruðu í undan- úrslitum og kepptu til úrslita Úrslitin urðu ó þá leið, að Þelamerkurskóli sigraði hlaut 85 stig, af l’OO mögulegum, Hriseyjarskóli fékk 80 stig og Laugalandsskóli 70.8 stig. Fyrir Þelamerkurskóla kepptu. Álfhildur Ólafsdótt- ir, Gerði; Benedikt Björgvinsson, Dvergsteini og Haraldur Gunnþórsson, Gásum. Hlutu þau bókaverðlaun frá UMSE og skóli þeirra áletr- aðan veggskjöld til minningar um keppnina. Keppnisstjóri var Þóroddur Jóhannsson og dómari Oddur Gunnarsson. AIIs voru fjórar samkomur í sambandi við spurningakeppnirnar. Húsfyllir var á þeim öllum og þær fóru vel fram. 42 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.