Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 6
Óskar Ágústsson, form. HSÞ og gestgjafi á Laugum Eiríkur J. Eiríksson, gat þess í setning- arræðu sinni, að hann gæfi ekki oftar kost á sér til starfa í stjóm samtak- anna. Eiríkur minntist tveggja braut- ryðjenda og forystumanna ungmenna- félagshreyfingarinnar, þeirra Jóhann- esar Jósefssonar og Jónasar Jónsson- ar, sem látizt höfðu síðan síðasta sam- bandsþing var haldið. Þingheimur heiðraði minningu hinna látnu með því að rísa úr sætum. Eiríkur gerði hlut- verk íþróttasjóðs og setningu íþrótta- laganna að sérstöku umræðuefni í ræðu sinni, en nú eru liðin 30 ár síðan þessi lög voru sett. Einn þeirra manna, sem hvað mesta þátt átti í samningu íþróttalaganna, var Aðalsteinn heitinn Sigmundsson, fyrrv. sambandsstjóri UMFÍ. Þröngur fjárhagur Sr. Eiríkur J. Eiríksson fylgdi starfs- skýrslu stjórnarinnar fyrir síðustu 2 ár úr hlaði. Var þar getið allra starfsþátta samtakanna og fjallað um vandamál ungmennafélagshreyfingarinnar. Frá- farandi gjaldkeri( Valdimar Óskarsson, skýrði reikninga UMFf. Síðan voru þingmál önnur tekin fyrir, en þau voru geysimörg, sem vænta mátti, því starf- svið ungmennafélagshreyfingarinnar er mjög víðtækt, verkefnin ótæmandi og vissulega mörg vandamál óleyst. Al- varlegasta vandamálið er hinn þröngi fjárhagur UMFf, sem ógnar allri starf- seminni. Helztu mál, sem þingið fjallaði um, voru þessi: Landsmót UMFÍ, fjármál UMFÍ, skipulagning og rekstur, Þrastaskógur og Þrastalundur, Skin- faxi, starfsíþróttir, íþróttamál, land- græðsla, félagsmálakennsla og leið- beinendanámskeið, samstarf félaga og skóla og svo hinir fjölmörgu þættir aðrir í starfi ungmennafélagshreyfing- arinnar. Lagðar voru fram fjölmargar tillög- ur og ályktanir af stjórn og einstökum fulltrúum. Voru þær ræddar á þing- fundum og í nefndum. Voru umræður allmiklar, einkum um íþróttamál. Samþykkt var ítarleg reglugerð um Landsmót UMFÍ, og ennfremur nýjar reglur um Skákþing UMFÍ og um Skin- faxastyttuna. Á kvöldvökunni í þinglok skemmti skáldatríó Þingeyinga undir stjórn Daníels Danielssonar læknis á Húsavík. Skáldin eru Baldur Bald- vinsson á Ófeigsstöðum, Starri Björgvinsson í Garði og Egill Jónasson á Húsavík. 6 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.