Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 6

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 6
Óskar Ágústsson, form. HSÞ og gestgjafi á Laugum Eiríkur J. Eiríksson, gat þess í setning- arræðu sinni, að hann gæfi ekki oftar kost á sér til starfa í stjóm samtak- anna. Eiríkur minntist tveggja braut- ryðjenda og forystumanna ungmenna- félagshreyfingarinnar, þeirra Jóhann- esar Jósefssonar og Jónasar Jónsson- ar, sem látizt höfðu síðan síðasta sam- bandsþing var haldið. Þingheimur heiðraði minningu hinna látnu með því að rísa úr sætum. Eiríkur gerði hlut- verk íþróttasjóðs og setningu íþrótta- laganna að sérstöku umræðuefni í ræðu sinni, en nú eru liðin 30 ár síðan þessi lög voru sett. Einn þeirra manna, sem hvað mesta þátt átti í samningu íþróttalaganna, var Aðalsteinn heitinn Sigmundsson, fyrrv. sambandsstjóri UMFÍ. Þröngur fjárhagur Sr. Eiríkur J. Eiríksson fylgdi starfs- skýrslu stjórnarinnar fyrir síðustu 2 ár úr hlaði. Var þar getið allra starfsþátta samtakanna og fjallað um vandamál ungmennafélagshreyfingarinnar. Frá- farandi gjaldkeri( Valdimar Óskarsson, skýrði reikninga UMFf. Síðan voru þingmál önnur tekin fyrir, en þau voru geysimörg, sem vænta mátti, því starf- svið ungmennafélagshreyfingarinnar er mjög víðtækt, verkefnin ótæmandi og vissulega mörg vandamál óleyst. Al- varlegasta vandamálið er hinn þröngi fjárhagur UMFf, sem ógnar allri starf- seminni. Helztu mál, sem þingið fjallaði um, voru þessi: Landsmót UMFÍ, fjármál UMFÍ, skipulagning og rekstur, Þrastaskógur og Þrastalundur, Skin- faxi, starfsíþróttir, íþróttamál, land- græðsla, félagsmálakennsla og leið- beinendanámskeið, samstarf félaga og skóla og svo hinir fjölmörgu þættir aðrir í starfi ungmennafélagshreyfing- arinnar. Lagðar voru fram fjölmargar tillög- ur og ályktanir af stjórn og einstökum fulltrúum. Voru þær ræddar á þing- fundum og í nefndum. Voru umræður allmiklar, einkum um íþróttamál. Samþykkt var ítarleg reglugerð um Landsmót UMFÍ, og ennfremur nýjar reglur um Skákþing UMFÍ og um Skin- faxastyttuna. Á kvöldvökunni í þinglok skemmti skáldatríó Þingeyinga undir stjórn Daníels Danielssonar læknis á Húsavík. Skáldin eru Baldur Bald- vinsson á Ófeigsstöðum, Starri Björgvinsson í Garði og Egill Jónasson á Húsavík. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.