Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 18

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 18
Samstarí héraðsskólanna og ungmennafélaganna Athyglisverð nýjung í skólastarfinu í Reykholti Vilhjálmur Einarsson Síðastliðinn vetur var nemendum við Héraðsskólann í Reykholti gefinn kost- ur á leiðbeinendanámi, sem var val- námsgrein í 4. bekk. í vor luku svo 8 nemendur gagnfræðaprófi með þessari valgrein. Þar sem hér er um að ræða vísi að þeirri félagsmálakennslu, sem koma þarf á í framhaldsskólunum og ung- mennafélögin hafa lengi óskað eftir, leitaði Sknfaxi frekari upplýsinga um þessa kennslu hjá Vilhjálmi Einarssyni skólastjóra, sem jafnframt er formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar. — Það er min skoðun, segir Vil- hjálmur^ — að héraðsskólarnir eigi að taka að sér það hlutverk að annast félagsmála- og leiðbeinendakennsluna, en ekki endilega að sníða sér stakk eftir gagnfræðaskólum kaupstaðanna. Ég held, að með slikri kennslu geti héraðsskólarnir orðið að góðu liði fyr- ir félagslíf sveitanna, og margir hér í Borgarfirði hafa látið þá sömu skoðun í ljósi. Víða er erfitt að fá fólk til að sinna félagsmálum og sveitarstjórnar- störfum, og hér þyrftu skólarnir að hjálpa til með félagslegri þjálfun ungs fólks. — Ertu ánægður með árangurinn í vetur? — Ég álit að hér hafi verið stigið spor í rétta átt. Kennslan í vetur var auðvitað að ýmsu leyti á tilraunastigi og byrjunarörðugleikar margir. T. d. voru til sáralítil kennslugögn á ís- lenzku og urðu kennarar því að leggja mikla vinnu í undirbúning kennsluefn- is. — Hvað um framhald slíkrar kennslu? — Það er óráðið enn og undir ýmsu komið, en vonandi tekst að halda á- fram að móta þetta starf. Ég er sann- færður um að það hefur geysimikla þýðingu í framtíðinni. — Gætu ungmennafélögin ekki orð- ið að liði við slíka kennslu, t. d. ef for- ystumenn þeirra heimsæktu slíkar skóladeildir og skýrðu frá ýmsu í starfi félaganna. — Jú, áreiðanlega. Með því móti Skólasetrið I Reykholti í Borgarfirði. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.