Skinfaxi - 01.09.1969, Blaðsíða 16
Harðarson sundkappi byrjaður sund-
þjálfun í Varmárlaug. Steinar Lúðvíks-
son íþróttakennari annast hins vegar
sundþjálfunina hjá Umf. Breiðablik í
hinni nýju Kópavogslaug, og það félag
vann héraðsmótið í sundi í fyrsta sinn
í vor. Sundfólk UMSK fékk ekkert
stig á síðasta Landsmóti, en ég gæti
trúað að útkoman verði önnur næst.
Hjá Umf. Stjörnunni í Garðahreppi er
góður áhugi og ágæt þátttaka í æfing-
um undir stjórn Ingva Guðmundsson-
ar, og sama er að segja um ýmis önnur
félög. Umf. Stjarnan og Grótta hafa
unnið mjög gott uppbyggingarstarf í
undanfarið.
I frjálsum íþróttum hafa síðan ég
byjaði verið æfingar þrisvar í viku fyr-
ir allt bezta frjálsíþróttafólkið innan
UMSK, og hafa um 25 sótt æfingamar.
Sérstakar æfingar eru fyrir sveina og
unglinga. Auk þess er sér tími einu
sinni í viku fyrir aldursárganganna 12
—15 ára. Hafa um 30 telpur og 10—
20 piltar sótt þær æfingar. Innan-
hússæfingamar voru ýmist í Kópavogi
eða á Seltjarnamesi.
Strax á fyrstu frjálsíþróttamótunum
í vor kom í ljós að UMSK-menn voru
vel búnir til átaka. I Víðavangshlaupi
ÍR sigruðu sveitir UBK í öllum sveita-
keppnum. Og það sem einnig vakti
athygli var kornungt keppnifólk, sem
nú kom fram á sjónarsviðið við hlið
hinna eldri. Unglingastarfið í frjáls-
íþróttum í vetur sýndi því góðan ár-
angur, og sem dæmi um áhuga má geta
þess, að 300—400 unglingar tóku þátt
í víðavangshlaupi skóla, sem UMSK
gengst fyrir á sambandssvæði sínu. I
vor og sumar eru frjálsíþróttaæfingar
úti 3svar til 5 sinnum í viku, og eru
oftast 30—40 manns á æfingu.
Þrír bræður úr Kópavogi vöktu athygli í
Víðavangshlaupi ÍR í vor, og hafa unnið góð
afrek í sumar. Frá vinstri: Helgi (17 ara),
Ragnar (13 ára) og Böðvar (15 ára) Sigur-
jónssynir.
KNATTLEIKIR
Körfuknattleikur er iðkaður hjá
Breiðabliki, en lítið annars staðar enn
sem komið er. Við stefnum að því að
koma upp aldursflokkamóti í þessari
íþróttagrein næsta vetur.
Miklar framfarir hafa verið í hand-
knattleik, sem er stundaður í Kópavogi
og Garðahreppi, Mosfellsveit og á Sel-
tjarnarnesi. Aðalþjálfari UMSK í
handknattleik í sumar er Pétur Bjama-
son.
Knattspyrnuáhugi er mikill og við
stefnum að því að halda héraðsmót
fyrir yngri flokkana í haust. I meist-
araflokki hefur UBK mikla yfirburði
enda eru lið hinna félaganna enn ung
að árum. Þórarinn Ragnarsson er
knattspyrnuþjálfari UBK.
— Þið hafið verið talsvert áberandi
á ýmsum íþróttamótum undanfarið?
— Já, bæði höfum við haldið mörg
16
SKINFAXI