Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1988, Page 20

Skinfaxi - 01.10.1988, Page 20
Blak s 32 Islandsmeistaratitlar Ein öflugasta blakdeild á íslandi í 10 ár. íslandsmeistari í fjórum flokkum 1988. íslandsmeistarar HK 1988 í 3.flokki pilta Aftari röð f.v. Kjartan Þórólfsson, Stefán Sigurðsson, Jón Ó Bergþórsson, Stefán Þ Sigurðsson og Davíð Guðmundsson. Fremri röð: Brynjólfur Eyjólfsson, Jón Geir Sigurbjörnsson, Jón Gunnar Gylfason, Ymir B. Arthursson og Einar Þór Asgeirsson (þjálfari). A myndina vantar Sigurbjörn Bernharðsson. Blakdeild HK var stofnuð 1974. Aðaláhersla var lögð á barna- og ung- lingastarf, og á fyrstu fimm árunum tókst að byggja upp sterkt og öflugt blakfélag bæði fyrir böm og fullorðna. Hér í þessari stuttu grein verður ein- ungis minnst á afrek Blakdeildar HK í íslandsmótum.íslandsmeistaratitlar eru orðnir 32 að tölu, fleiri en hjá mokkurri annarri blakdeild á landinu. Hér gefur að líta töflu yfir fjölda verðlaunasæta Blakdeildar HK á Islandsmótum.Yngri flokkarnir eru atkvæðamestir í þessari afrekaskrá, en þeir fullorðnu eru líka með og því meir sem á líður. 15 flokkar í keppni og 10 verðlaunasæti 1988. Meistaraflokkamir hjá Blakdeild HK vöktu verðskuldaða athygli í vetur. Eftir aukaúrslitakeppni milli þriggja bestu blakliða landsins í karlaflokki, IS, HK og Þróttar, fengust loks endanleg úrslit í úrvalsdeild. IS varð Islandsmeistari, HK í öðru sæti og Þróttur í þriðja sæti. Hið unga og efnilega lið HK í meista- raflokki kvenna varð í 5. sæti í deil- darkeppninni. Fjögur efstu liðin léku svo í úrvalsdeild, en hin léku í 1. deild. HK - stúlkumar unnu ömgglega 1. deildina og urðu 1. deildar meistarar í ár. I eldri flokkunum hefur Blakdeild HK verið í fremstu röð síðasta áratuginn. I vetur hlaut HK íslandsmeistaratitilinn í öðlin- gaflokki karla ( 40 ára og eldri ) og HK varð í 2. sæti í öðlingaflokki kvenna annað árið í röð. I öðlingaflokki karla (30 ára og eldri ) hefur HK leikið í 1. deild frá upphafi. I vetur hlaut HK þriðja sætið sjöunda árið í röð, en þar áður varð HK 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.