Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1991, Page 20

Skinfaxi - 01.12.1991, Page 20
Þegar allt gengur út á fótbolta Stefán Már Guðmundsson fram- kvæmdastjóri hjá Fjölni er þjálf- ari yngstu strákanna úr Fjölni í knattspyrnu. Stefán er úr smáí- búðahverfinu í Reykjavík og æfði knattspyrnu með Víkingi. íþróttaferillinn byrjaði í sigur- sælum hópi 5. flokkspeyja ásamt Heimi Karlssyni, Lárusi Guð- mundssyni, Arnóri Guðjónssen og fleiri góðum knattspyrnu- mönnum. Hann var líka í hand- bolta og skátastarfi og hefur lengi starfað að félagsmálum, bæði hjá skátunum og Víkingi. Ungmennafélögunum kynntist hann fyrst þegar hann var kenn- ari á Þórshöfn í Norður-Þingeyj- arsýslu og var framkvæmdastjóri hjá Ungmennasambandi Norður- Þingeyinga eitt sumar. „Það var þá sem ég kynntist þessari víð- feðmu starfsemi ungmennafé- laganna og áttaði mig á því hvað þetta var í raun og veru mikið starf," segir Stefán í stuttu spjalli við Skinfaxa. Stefán Már. Þetta eru ungir strákar sem þú ert með, hvað eru þeir gamlir? „Þennan flokk má eiginlega kalla 8. flokk og strákarnir í honum eru fæddir '85-'88. 8. flokkur var stofnaður i' fram- haldi af sérstökum fundi nteð foreldrum, þar sem ákveðið var að gefa þessum strákum kost á því að leika sér með fót- bolta. Áður hafði alltaf slæðst inn einn og einn ungur strákur, en mér vitandi eru ekki mörg félög með svo unga krakka í knattspyrnu eða jafn mikinn fjölda og hér er,” segir Stefán. Með til- komu 8. flokks höfum við ákveðið að vísa engum frá, hvorki stelpum né strák- um, sem vilja fá að vera með og við höfum fengið foreldra til þess að koma á æfingar og aðstoða, þó ekki væri nema til þess að reima skóna, því það getur oft verið mikið mál. Það getur tekið mik- inn tíma að sinna hverju og einu, til að 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.