Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 74

Skinfaxi - 01.12.1995, Page 74
Forseti íslands ásamt ungmennafélögum aö nýlokinni hreinsun viö Þingvallavatn þann 5. júní 1995. Verum öbrum fyrirmynd Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hefur sýnt mikinn skilning og áhuga á umhverfismálum og hefur verið þessum málaflokki ómetanlegur styrk- ur hér á landi. í erindi Vigdísar Finn- bogadóttur sem birtist í bókinni Nátt- úrusýn sem gefin var út af Siðfræði- stofnun Háskóla íslands kemur fram innsæi í umhverfismál sem vert er að hafa ab leiðarljósi þegar umhverfismál eru rædd. Með góðfúslegu leyfi Vig- dísar Finnbogadóttur birtist hér hluti úr þessum kafla. „Vissulega höfum við í nokkrum mæli framið flestar þær syndir sem aðrar þjóbir hafa gert sig sekar um. En samt erum við að nokkru léyti betur sett. Þótt landinu hafi verið spillt, ekki síst á þeim tímum þegar fátækt, fáfræbi og harðindi tóku höndum saman um að eyða gróðri þess, þá höfum við samt tekið í arf tiltölulega hreint land. Við höfum til þessa verið frjáls undan ýmsum verstu afleiöing- um tillitslausrar iðnvæðingar og skammsýnnar framkvæmdagleði, þótt það sé nú reyndar ekki alveg einhlítt, þegar litið er til þess ákafa að komast yfir sjávarfang. Um leið höfum við eignast þá þekkingu og þá tækni sem geta eflt okkur í ýmsum góðum verk- um sem breið samstaða er um. Ég á hér ekki síst vib það starf sem land- græðslumenn hafa unnið. Við vitum líka allvel, að sjálf ímynd íslands sem land hreinnar og lítt sþilltrar náttúru er okkur bæði andleg nauðsyn og meira að segja efnahagslegur ávinn- ingur. Það er því trú mín og von, að við eigum okkur bæbi sérstöbu og nokk- urt forskot til að geta látið til okkar taka málefni náttúru- og umhverfis- verndar með þeim hætti að um mun- ar og eftir verbi tekið. Það eina sem hver og einn, og þá hver hópur manna og hver þjóð, getur gert í þess- um efnum er að vera öðrum fyrir- mynd. Við getum ekki frelsað heim- inn, við getum ekki bjargaö náttúr- unni, en vib getum keppt að því að vera öörum fyrirmynd með því að níöast ekki á náttúrunni hér heima hjá okkur sjálfum, - hvorki lofti, landi né sjó. Það er það besta sem við get- um gjört sjálfum okkur og náungum okkar í heimsbyggðinni." (Bls. 350 - 351, Náttúrusýn 1994.)

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.