Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 1
SJÓMANNABLAÐIÐ U I K I H S U R ÚTGEFANDl: FARMANNA- OG FISKlMANNASAMtíAND /SLANDS VI. árg. 4. tbl. Reykjavik, apríl 1944 Halldór Jónsson: Hrað roru þeir að starfa « Sjávarútvegurinn verður með hverju ári stór- felldari þáttur í lífsafkomu þjóðarinnar. Og það verður ekki öllu lengur hægt að streytast gegn því að láta hann njóta réttar síns um allan að- búnað, þ. e. um viðhald og aukningu, en roð- fletta hann ekki sífellt um hverja tutlu sem hann dregur að landi. Á árinu 1943 nam heildarútflutningur ís- lenzkra sjávarafurða samt. kr. 205,356,490,00. Skiptist hann þannig: fsfiskur ................. Freðfiskur ............... Síldarolía ............... Lýsi ..................... Síldarmjöl................ Saltsíld ................. Óverkaður saltfiskur . .. . Verkaður saltfiskur....... Harðfiskur ............... Söltuð hrogn ............. Niðursoðinn fiskur........ Fiskmjöl ................. Saltfiskur í tunnum....... Freðsíld.................. 109.774.270 kr. 31.187.070 — 27.152.540 — 20.197.760 — 6.129.270 — 4.824.260 — 1.736.770 — 1.534.050 — 905.950 — 649.260 — 480.310 — 419.910 —- 271.190 — 15.000 — Skipin, sem aflað hafa þessara stórkostlegu verðmæta fyrir þjóðfélagið okkar, eru, smá og stór, samtals 621 fiskiskip. Og þegar taldir eru með róðrarbátar víðsvegar um allt land, sem einnig eiga sinn þátt í þessum afköstum, munu skipin vera um 850 talsins. Úthaldstími þeirra hefur eðlilega verið mjög misjafn, fæst hafa verið í desembermánuði að veiðum, eða 144 skip, en flest í maí, um 700 skip. Tala þeirra manna, sem sótt hafa þetta gull í greipar Ægis, hefur þannig verið mismunandi eftir mánuðum. Flestir í maí um 5500 manns, en fæstir í des- ernber, um 940 manns. Það verður svo ekki talið í tölum, við hvaða aðstæður þetta gull hefur verið grafið, en það hefur verið sótt í blíðu og stríðu, af kappi því, sem sérkennir íslenzka sjómenn. Og margt þeirra manna, sem voru með í því að skapa þessi verðmæti, eru nú horfnir í hafsins djúp. íslenzka þjóðin dáir fiskimennina og far- mennina sína^þeir eru færri á landi voru, sem ekki eru á einhvern hátt fyrr eða síðar tengdir sjómennskunni eða þeim, sem við hana hafa fengist og fást, og verður þess víða vart. En aðeins sjómennirnir sjálfir þekkja þá erfið- leika, sem oft er við að stríða í illviðrum og ólgusjó. En þeir láta ekkert aftra sér. Æðru- laust er gengið til starfsins. En enda þótt fjarri sé sjómönnunum að láta sér allt fyrir brjósti brenna, hefur þeim alltaf verið ljóst að það er ekki nema eðlileg krafa að þeir fái að njóta réttar síns á við aðra þegna þjóðfélagsins. Að þeim séu ekki búin verri kjör í lífsafkomu en öðrum stéttum, og skipin, sem eru þeirra hálfa heimili, séu þannig úr garði gerð, að þeir geti, eftir því sem hægt er til sjós, lifað á þeim að hvítra manna hætti, hvað allan aðbúnað snertir, og að það sé ekki bein lífshætta að leggja þeim frá landi. Það hefur óneitanlega gengið svo til á undan- förnum árum, að það sem aflað hefur verið á skipin, hefur ekki orðið til þess að fegra flot- ann, heldur runnið í gegnum meisa pólitískra kaupamanna. Og sá biksvarti bölandi sveif hér yfir hinurn pólitísku stöðuvötnum um nokkurt VIKINGUR 81

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.