Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 3
pikkurinn flóðlekur. Nú var farið að ræða um
hvað gera skyldi. Við vorum staddir skammt
frá Aberdeen og vildu sumir fara þangað inn
en aðrir vildu freista þess að halda áfram til
Grimsby þangað sem ferðinni var heitið. Ekki
virtist neinn möguleiki á því að haldá áfram
með fullri ferð og bentu sumir á það, að með
þeirri ferð sem hægt væri að fara með yrðum
við allt að tvo sólarhringa niður til Grimsby,
auk þess að ef veður spilltist væri hvergi hægt
að hleypa inn til þess að landa fiski milli Aber-
deen og Grimsby. Var því sá kostur tekinn að
fara þangað inn. Þar var fiskinum landað,
plata soðin fyrir stefni skipsins til þess að við
gætum haldið áfram ferð okkar til viðgerðar-
staðarins og eftir nokkra daga dvöl í Aberdeen
var haldið af stað suður eftir áleiðis til North
Shields. Sú ferð gekk slysalaust.
Skipstjóri hafði sagt okkur að í North Shields
biði okkar þurrkví og bjuggumst við því við
stuttri dvöl þar, en önnur varð rauiiin á. Að
vísu tók viðgerðarverkstæði við skipinu, en sá
var gallinn á, að ekkert var gert. Brezk skip
sem viðgerðar þurftu gengu fyrir svo alltaf
drógst viðgerðin á okkar skipi. Komið var fram
að jólum og lítið var farið að gera.
Aðfangadaginn, sem ekki er helgidagur í
Englandi, héldum við helgan, borðuðum allir
saman kl. sex og sungum jólasálma. Bretarn:
ir sem voru að vinna um borð í skipinu gátu
alls ekki áttað sig á því hvað um væri að vera.
Jóladaginn mættu allir til miðdegisverðar og
var lítið umslag við disk hvers manns, þegar
að var gætt, reyndist þetta jólagjöf frá skip-
stjóra, gaf hann hverjum manni eitt sterlings-
pund auk þess sem hann gaf vindla og whisky
eftir mat. Okkur þótti mjög vænt um þessa hug-
ulsemi skipstjóra, en það sem gladdi okkur
samt rnest var það, að allir fengum við jóla-
skeyti að heiman frá fjölskyldum okkar.
Þar sem að skip það sem við rákumst á sökk
voru töluverð réttarhöld út af árekstrinum og
var ég viðstaddur þessiA'éttarhöld sem týlkur.
Tilbreyting var í því, að skipstjóri og stýrimað-
ur sá, sem var á verði er áreksturinn varð, voru
kallaðir til London til viðræðna við brezka
flotamálaráðuneytinu og flaut ég með þangað
sem túlkur.
Til London komum við snemma morguns,
báðum við lögregluna um að vísa okkur á hótel,
en ,,Bobbyarnir“ sem allt geta og öllum hjálpa
voru þess ekki megnugir að finna handa okkur
herbergi, borgin er svo yfirfull að hvergi var
hægt að hola sér niður. Ekki kunni nú lögregl-
an við að skilja okkur eftir á götunni í svarta
myrkri, sendi hún bifreið með okkur á hótel
þar sem við að vísu fengum ekki herbergi en
þar máttum við þvo okkur og snyrta og feng-
um þar svo morgunverð.
Klukkan að ganga níu fórum við á kreik, var
þá orðið ratljóst. Vorum við að ráfa um borg-
ina þar til klukkan hálf ellefu, en þá áttum við
að mæta hjá flotamálaráðuneytinu. Það var nú
aldeilis ekki auðhlaupið að komast inn í þá
byggingu. Fyrst þurftum við að sýna pappíra
upp á að við hefðum þangað erindi, því næst
þurftum við að sýna vegabréf okkar og að lok-
um fengum við vegabréf sem giltu fyrir sjálfa
bygginuna. Er við loks komumst upp á 7. eða 8.
hæð var okkur vísað inn til tveggja manna, var
annar þeirra í einkennisbúningi, fréttum við
síðar að hann hefði verið foringi á Q skipi í
síðustu heimsstyrjöld, en Q skip kölluðu Bretar
kaupför, sem voru leynilega vopnuð og notuð
voru til að granda kafbátum. Héldum við að
þetta væru mennirnir sem við ættum að ræða
við, en svo reyndist ekki vera. Var það flotafor-
ingi, sem við okkur vildi tala og var okkur sagt
að hann hefði verið kaptein á skipi Jellicoes í
orrustunni við Jótlandsskaga. Brátt var okkur
tilkynnt að hann væri tilbúinn að taka á móti
bkkur og var skipstjóri fyrst kallaður inn til
hans ásamt mér. Þessi flotaforingi virtist mað-
ur á sjötugsaldri, stór og föngulegur, dálítið
farinn að missa heyrn, líklega hlustað of oft á
fallbyssugný. Við hlið hans sat mjög fögur yng-
ismær og hraðhritaði hún hvert orð er við sögð-
um. Eftir að flotaforinginn hafði rætt við skip-
stjóra varð dálítið hlé sem hraðritunarstúlkan
notaði til þess að framreiða te handa okkur öll-
um. Drykkurinn var ágætur, bara heldur lítill
sykur fyrir íslenzkan smekk, sykurskammtur
Breta er mun minni en okkar. Eftir tedrykkj-
una var stýrimaður kallaður til viðtals og um
klukkan tvö var lokið erindi okkar til London.
Úr því við vorum komnir til London fannst
okkur að við gætum ekki farið þaðan án þess
að heilsa upp á sendiherra okkar Pétur Bene-
diktsson. Þegar þangað kom spurðum við eftir
sendiherra og veitti hann okkur strax viðtal og
rabbaði við okkur sem gamall kunningi, þótt
enginn okkar hefði þekkt hann áður. Spurði
hann okkur meðal annars hvar við gistum og
er hann frétti að við værum á götunni, bað hann
ungfrú Brynhildi Sörensen, sem vinnur á skrif-
stofunni hjá honum, að leiðbeina okkur. Ung-
frúin fór með okkur á Royal Hótel og bað þar
um þrjú herbergi en fékk neitun, leizt okkur
nú ekki á blikuna. En við bara þekktum ekki
ungfrú Brynhildi, því eftir fimm mínútur var
VÍKINGUR
83