Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 23
BIRGIR THORODDSEN:
Þetta skeður á hafinu
DAUÐUR FISKUR
Þegar kaldir og heitir straumar mætast, eru
fiskar, sem vanir eru köldum sjó varnarlausir
ef sjávarhitinn stígur, og eins fiskar, sem lifa í
heitari sjó, jafn illa komnir, ef þeir koma í kald-
an sjó. Þótt hitamunurinn sé aðeins nokkrar
gráður drepur það fiskinn, sömuleiðis önnur
smádýr, sem berast með hafstraumunum, ýmist
við yfirborðið eða dýpra. Úti fyrir austurströnd
Norður-Ameríku hafa fundizt ósköpin öll af
dauðum kolkrabba í sjónum. I marz og apríl
1882 skýrðu skip svo frá, að þau hefðu fundið
heilar breiður út um allan sjó af dauðum fiski.
Það reyndist vera hinn svokallaði Tile-fiskur
(Lopholatilus Chamaeleonticeps). Skonnorta
ein sigldi 150 sjómílur gegnum breiður af fiski,
sem var að deyja. Það var giskað á að svæðið,
sem var þakið þessum deyjandi fiski, væri á-«
líka stórt og Kattegat, og tala fiskanna mundi
vera yfir 1 billjón. Til frekari skýringar 10
sinnum 1000 milljónir. Allsstaðar á hafinu þar
sem kaldur og heitur sjór mætast, getur maður
fundið svona dauðan fisk, sem bugast og deyr
vegna hitabreytingar í sjónum.
SKIPAFLÖK
Um ára skeið hafa einstök skipaflök rekið
fram og aftur um úthöfin, þau reka fyrir
straum og vindi, sum geta borizt heila hring-
rás með hafstraumnum, en flest gera það ekki,
sum reka aðeins stuttar vegalengdir, því sjór-
inn brýtur þau svo þau sökkva. Önnur geta rek-
ið óskiljanlega lengi fram og til baka og verið
til mikillar hættu fyrir siglandi skip, því þau
sjást ekki þegar dimmt er um nótt. Mörg skip,
sem farizt hafa og aldrei hefir spurzt til, hafa
sennilega siglt á svona rekandi skipsflök, sem
hafa um leið og þau sukku, tekið með sér fé-
laga niður í djúpið. Sem dæmi um lengstu og
markverðustu rek, er eftirfarandi frásögn:
Hinn 24. marz 1885 var skonnortan „Tventy-
one Friends“ yfirgefin við vesturströnd Norð-
ur-Ameríku, hún hafði sézt á reki meira en 10
sinnum, en hvarf síðan við Finisterrahöfða á
Spáni, var þá búin að vera á reki í 8 mánuði og
10 daga. Vegalengdin, sem hún hafði farið var
3525 sjómílur. önnur amerísk skonnorta, „W.
L. White“, var yfirgefin í ægilegum stormbyl
í marz 1888, einnig við vesturströnd Norður-
Ameríku. f endaðan jan. 1889 rak hún í land
á Hebreseyjunum við Skotland, hafði hún þá
verið á reki í 310 daga, og vegalengdin var orð-
in 5910 sjómílur. 45 sinnum hafði hún sézt á
rekinu. Ennþá lengur var skonnortan „Wyer G.
Sargent“ á reki, hún var yfirgefin 31. marz
1891 við Kap Hatteras í Norður-Ameríku, og
sást síðast 6. des. 1892 milli Ameríku og Gíbralt-
arsundsins. Leið hennar á kortinu var alveg
eins og völundarhús. Eftir 615 daga, hafði hún
að minnsta kosti rekið 5500 sjómílur. Tvær aðr-
ar skonnortur voru yfirgefnar í nóvember 1888,
hér um bil á sama tnna, einnig í námunda við
Kap Hatteras. Önnur sást 27 sinnurn, og í síð-
asta skiptið í des. 1889, hér um bil 800 sjómíl-
ur vestur af Finisterehöfða, hafði þá rekið
4400 sjómílur á 370 dögum. Hin skonnortan
sást við Madeira í nóv. 1889, og hafði rekið 4800
sjómílur á 347 dögum, hún hafði sézt 41 sinni.
Áreiðanlega hafa mörg skip siglt í lítilli fjar-
lægð frá henni að næturlagi. Öll þessi skip voru
byggð úr tré. Það á sér miklu s.jaldnar stað að
járnskip fljóti. Til eru þó dæmi um það að þau
flækist um höfin sem flök. T. d. e. s. „Ada lre-
dale“, sem statt var sunnan til í Kyrrahafinu
þegar eldur kom upp í kolafarminum. Að end-
ingu varð skipshöfnin að yfirgefa skipið. Það
rak vestur eftir og brann stöðugt. Loks dró
franskt herskip þetta brennandi flak til hafnar
í Tahiti, og hafði það þá rekið í 8 mánuði 2400
sjóm. vegalengd. ,,Oriflamme“ var líka járn-
skip, sem svipað stóð á með. Þegar það var yfir-
gefið var það statt vestur af Suður-Ameríku,
og rak á land 8 mánuðum síðar.
I þoku að næturlagi er mikil hætta á að siglt
sé á svona flök. Þegar herskip finna þau, er
skotið á þau þar til þau sökkva, til að draga úr
siglingahættunni.
LJÓSFYRIRBRIGÐI
Hin merkilegu ljósfyrirbrigði á hafinu, eru
nokkuð annað en ven.juleg maurildi. Eittaf þeim
merkilegustu ljósfyrirbrigðum þar sem ljósið
var á stöðugri hreyfingu og snúningi, sást árið
1909 frá danska gufuskipinu „Bintang“. Skip-
stjórinn Gabe hefir gefið m.jög athyglisverða
skýrslu um fyrirbrigðið.
Nóttina milli 18. og 19. júní 1909 kl. 3 um
morguninn, var skipið statt í Malakkasundinu.
Skipstjórinn kom á brúna og var áhorfandi að
merkilegri sýn. Ljósbylgjur í sjónum hreyfðust
V ÍKINGUR
103