Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 13
Þorbergur Steinsson:
TVENNIR TlMAR
Það mun hafa verið árið 1895 að ég réðist
á fiskiskipið Kára frá Bíldudal, ástæðan til
þess var sú, að kaupinu var lofað í peningnm
og svo var vikukaupið 1 kr. hærra en hér tíðk-
aðist eða 11 kr. á vikuna, dráttarþóknunin var
sú sama, 1 eyri af hálfgellunni eða undirmáls-
fiski, en 2 aurar af heilgellu-stórfiski og svo
var nokkur tilbreyting í því að vera á svo fjar-
lægum stað, enda Bíldudalur í uppgangi hjá
Pétri Thorsteinsson, enda gaman á þeim árum
að kynnast nýjum mönnum með ef til vill nýj-
um aðferðum og meiri aflamöguleikum. Skipið
hafði ég aldrei séð, en eigandi þess og skip-
stjóri, Snorri Þorsteinsson, vel þekktur maður.
Hann var bróðir Þorsteins Sveinssonar fiski-
félagsformanns í Rvík og átti og gerði þetta
skip út í nokkur ár. Kári var víst innan við
20 tonn, hét áður Auðurinn frá Auðnum, ein-
mastraður með reist spruð og tvö segl á spruði
fyrir utan fokku, var með hekkbjálka, sem jull-
an var fest niður á, ofsögum er sagt að skip-
ið hafi vetið eins breitt og það var langt, en
þar mun ekki hafa munað miklu. Orð lék á,
að skipið væri ekki traust, víða sjáanlegur fúi,
en væri tregur siglari í sjó á beitivind, en lens-
aði vel og væri gott sjóskip. Þetta voru nú ail-
ar þær upplýsingar um skipið, sem ég hafði
í veganesti og við félagar tveir er við í seinustu
viku vetrar lögðum á stað vestur í skiprúmið.
Félagi minn var Sveinn Jónsson frá Granda,
3 árum eldri en ég og hafði hann forustu ferð-
arinnar og þess sem með þurfti um sumarið.
Þegar þangað kom stóð skipið upp á landi, á-
samt öðrum skipum kauptúnsins, og fluttum
við strax í það og var lúkarinn hálffullur af
klaka, því lok kappans hafði fokið og var óvistlegt
um að lítast. Ekki var siðvenja þá að þvo lúkar
eða káetu fram yfir gólfin, og tók næsta skips-
höfn við því sem fyrrverandihafðilátiðeftirsig,
og fór þá aðkoman alltaf eftir því, hvað þeir
að skilnaði höfðu gert hreint fyrir sínum dyr-
um. —
Við komum þarna að kveldi dags, tókum okk-
ur kojur og sváfum vel. Um morguninn var
frekar óvistlegt að vakna í þessu nýja heim-
kynni, engin matur né hlýja, og vorum við látn-
ir taka kost til viku í búð Thorsteinssons, og
kveikja máttum við upp, ef við vildum hafa
VlKJNGVK
fyrir því, kokkurinn og aðrir skips,menn áttu
að koma eftir 2 daga, sem og varð, og voru
það 9 talsins. Ekki man ég hvað þeir hétu all-
ir, en úr Arnarfirði voru tveir sæmdarmenn
úr Mosdal, Jón Þórðarson, Skógum Jóhann
Guðmundsson, Horni. Stýrimaður hét Jón, mig
minnir Einarsson, sunnlendingur, og svo skip-
stjórinn Snorri Þorsteinsson eins og fyrr seg-
ir, ennfremur var á skipinu Jón Ásbjörnsson
frá Árbæ við Auðkúlu, sæmdarkarl en nokkuð
ölkær og gat þá breyzt nokkuð til hins lakara,
enda mannskapsmaður þar sem hann náði til,
en var fótaveikur og notaði skinnsokka í stað
stígvéla, og þurftu þeir mikil þrif, fiskimaður
var hann góður, en illt þótti okkur strákunum
að lenda í færaflækju við gamla manninn, og
þótti honum það ávallt okkar sök en ekki sín.
Hver var kokkur og hver var 9. maður man ég
ekki, enda koma þeir ekki við sögu. Þegar
straumur þótti vaxa svo að tiltækilegt þótti að
setja, var það gert. Setningarstjóri var Jón Sig-
urðsson, verkstjóri hjá Pétri Thorsteinsson og
gekk það allt vel. Útbjuggum við okkur svo til
ferða á „skak“, svo sem þá var siðvenja, og
létum úr höfn með mánaðar kost, aflíðandi sum-
armálum. Illa þótti okkur skipið sigla, en því
ver standa á fiski, og voru færin ávallt út í
sjó, væri nokkur vindgári. Ekki var að hugsa
til að stagvenda skipinu, heldur „fíra í pikk'-
inn“ á stórseglinu og „kúvenda“ sem kallað var.
lensa undan og tapaðist þá meira og minna af
því er náðist á síðasta bóg, varð þá tafasamt
að sigla sig upp, þegar fiskur stóð í halli eða
á litlum bletti. Skipstjórinn hélt sig vel að fiski
og ,með áhuga, enda þótt hann ætti ekki færi til,
hvort hann var góður sjómaður eða ekki skal
ég ekki um dæma. Við fengum ekki slæmt veð-
ur, en ávallt virtist mér hann líkari skrifstofu-
manni en skipstjóra á fiskiduggu. Því miður
þótti honum sopinn allgóður, en ekki kom það
að sök við fiskimið, prúðmenni var hann í sjón
og raun.
I næsta túr var tekin 3 vikna kostur og hafði
skipstjóri orð á því að sig langaði austur að
Horni því þar mundi fiskur vera genginn á
grunninn. Vestan átt var, og því haldið undir
Strandir og vegna vestanáttarinnar komumst
við fljótt austur fyrir Horn. Gerði þá stillur
93