Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 29
1
1 * Ólafur M. Jónsson, skipstj. d v.b. Freyr, V.E. 98, sem fórst 12. febr. s.l. £
bhhl Guðni Jónsson, skipstj. á v.b. Njörð- ur, V.E. 220, sem fórst 12. febr. 8.1. 'T;
M Blaðinu hefur ekki af öðrum af tekist að fá myndir skipshöfnunum. lééglú
ur nú sést misjafnlega rökfast á prenti, en
sjaldan annað eins samsafn af mótsögnum
við sjálfan sig en í þessari „vísindagrein“, að
því er snertir sjómennina. Er og ástæða til þess
að lofa mönnum að sjá sýnishorn af því, en
þar stendur m. a. þetta:
„I sjómannafélögum ættu allir að vera, sem
stunda sjómennsku að staðaldri, að undantekn-
um skipstjórum."
„Skipstjórar eru, vegna stöðu sinnar, ávalt
nærtækasta handbendi atvinnurekandans, það
verða allir skipstjórar að vera að einhverju
leyti . .. . “
„Þess vegna er ekki æskilegt að skipstjórar
séu almennt í sjómannafélögum, en gæta skyldi
hinnar mestu varúðar við að bola mönnum út
úr sjómannafélögum, fyrir þá sök eina, að þeir
eru ráðnir til skipstjórnar . . . .“
Það þarf meira en meðal brjóstheilindi til
þess að manni verði ekki flökurt af svo saman-
tvinnaðri bölvaðri vitleysu. Sæm. Ólafsson var
fyrir nokkrum árum sjálfur á góðum vegi með
að verða skipstjóri og handbendi atvinnurek-
enda eins og hann nefnir það. Hann hefur allt
fram að þessu starfað í félagsmálum jafnhliða
í skipstjórafélögum og hásetafélagi, hann hefur
jafnhliða setið sem fulltrúi á þingum Farmanna-
og fiskimannasambands Islands og Alþýðusam-
bandi íslands. Ég minnist þess að á 1. eða 2.
þingi F.F.S.Í. barðist hann á hæl og hnakka
gegn því, að hásetafélög og kyndarafélög fengju
inngöngu í F.F.S.I. Um það leyti sem hann
hefur verið að skrifa grein sína um skipstjór-
ana, gekk hann í Skipstjórafélagið Aldan, og
heyrt heí'i ég að fyrsta félagslega þátttaka hans
þar, hafi verið að berjast með oddi og egg
á móti því að sameining tækist á milli Öldunnar
og Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjavík-
ur, sem Sæmundur er einnig meðlimur í. En
sú sameining miðar fyrst og fremst að því að
gera þessi tvö félög að einu öflugu félagi.
I grein sinni um „Sameining verkalýðsins"
lýsir Sæm. Ólafsson skipstjórafélögunum svo:
„hálfdauðum" og „kapitalistiskum" félögum
eins og skipstjóra- og stýrimannafélögin flest
eða öll eru“.
I eftirhreitum af þessari grein sinni segir
Sæmundur einnig í Alþýðubl. nokkrum dögum
seinna: „Undirritaður (þ. e. Sæm.), er á hinn
bóginn lýðræðissinnaður verkamaður og jafn-
aðarmaður“.
Nú um langt skeið hefur Sæm. Ólafsson
verið með mikilli prýði forstjóri Kexverksm.
Esju. Hann er því á landmælikvarða í sömu af-
stöðu til verkafólksins þar eins og skipstjóri á
skipi til háseta sinna. Það er ekki annað vitað,
en að þetta fyrirtæki sé starfrækt á „kapital-
istiskum“ grundvelli, og má því með sama rétti
og hann talar um skipstjórana segja, að hann
sé hið nærtækasta handbendi atvinnurekend-
anna.
Ef hann trúir sjálfur þessum þvættingi
sínum um félagsmál sjómanna og ef hann hefur
nokkurn snefil af sómatilfinningu, ætti hann
samstur>dis að segja sig úr öllum félagsskap
verkamanna og sjómanna. Geri hann það ekki,
er augljóst að hann svamlar í félagsmálum
sjómannastéttarinnar á skötusel rangsnúinna
röksemda og á því skilyrðislaust að meta til-
lögur hans í málum þeirra á sama mælikvarða
sem farið er með þann leiða fisk, skötuselinn,
til sjós.
VlKINGUR
109