Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 9
Ennfremur segir S. Ó.: „Stýrimennirnir eiga skilyrðislaust að vera í sjómannafélaginu á staðnum. Sjómannafélagið hlýtur alltaf að vera baráttufélagið, og þjóðfélagsleg, menningarleg og efnaleg aðstaða smáskipastýrimanna er ekki sú, að þeir geti sér og stétt sinni að skaðlausu dinglað með í hálfdauðum og alkapitalistiskum félögum eins og skipstjóra- og stýrimannafé- lögin flest öll eru.“ Svo mörg eru þau orð. Hér skýrist það betur, að S. Ó. vill ekkert með skipstjóra hafa að gera í félagsskap. Sú var tíð í þessum bæ, að félags- þroskinn og framsýnin var rík hjá skipstjórun- um og „skútukörlunum gömlu“. Þeir stofnuðu Ölduna árið 1893 og héldu reglulega fundi á vetrum, þegar þeir voru heima, tóku afstöðu til bæjarmála, höfðu fulltrúa í hafnarnefnd og bæjarstjórn. Og ég hefi einhversstaðar rekist á það, að fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar, varðandi ýms mál er viðkomu höfninni, hafi verið látin bíða þar til umsögn „Öldufélagsins“ var fyrir hendi. Stofnendur „Öldufélagsins“ hafa eflaust ætl- ast til að henni mætti vaxa ásmegin, eins vel og á stað var farið. Enda þótt Skipstjóra- og stýrimannafélögin væru hálfdauð, eins og S. Ó. vill meina, er engin ástæða að ætla að ekki sé hægt að finna eitthvað það lyf, sem lífgað getur. Það er einhver ótti hjá S. Ó. um að þetta megi takast, og vissulega mun það takast. Því er ekki að neita, að sinnuleysi skipstjórn- armanna um sín sérmál er of mikið. Það kemur sumpart af því, að þeir eru fyrir utan erjur og dægurþras bæjarlífsins, vilja njóta hvíldarinnár þá daga, sem þeir eru í landi, og eru yfirleitt ópólitískir menn, enda virðast þeir ekki koma auga á lýsnar, sem eru að skríða upp undir hársvörðinn á þeim. Ég tel það enga meðal- mennsku að rétta fram hægri kinnina þegar maður fær löðrung á þá vinstri. Hér verður að spyrna við fæti. Skipstjórar og stýrimenn! Þið verðið að gefa ykkur tíma til að íhuga þessi mál. Þið getið ekki ámælislaust látið löðrunga ykkur líka á þá hægri. Ég álít sterkasta lyfið að sameining félag- anna megi takast með þeim hætti, að varanleg not komi til. Það er svo margt sem liggur í austrinum, sem skipstjórnarmenn þurfa að taka föstum tök- um, að ég brydda ekki á neinu sérstöku að sinni. Við skulum ekki fljóta sofandi að feigðarósi; skútan er hálffull og við verðum að byrja aust- urinn. porv Mapússon skipstjóri f. 19. okt. 1916. Druknaði 16. sept. 19 US. Kveðja frá konu hans. Ég huga lyfti hljóðum upp til þín, himneski guð, sem þekkir sárin mín, og bið þig græða sorgar-sollnu und er svíður, eftir þunga raunastund. — Heyrði ég óma hafsins ölduslátt, helþrunginn reyna dulin töframátt, hann bar mér hingað boð, um dauða þinn og burtför þína, elslcu vinur minn. — Mér fannst um stund, sem hjartað hætti að slá, hljóðlega tárin vættu föla brá, því okkar samleið endað hefur skjótt, í öldum hafs þú hvílir vært og rótt. — Þó horfinn sértu héðan burt frá mér í hjarta mínu geymd þín minnig er, og hvert sem ævileiðin liggur mín af Ijúfum hug ég þakka störfin þín. — Þú dvaldir hjá mér aðeins stutta stund og stóðst við hlið mér bæði í vöku og blund, við horfðum fram, með helgri von og þrá, og hjartans gleði, nýrri lífsbraut á. — En drottinn ræður bæði um tíma og tíð, hann takmörk setur öllum heimsins lýð. Hann veitir gleði og sannan sálarfrið, hann sér um allt, og veitir þjáðum lið. — Við hittumst síðar, aftur ástvin kær, þú undir-djúp í mínu hjarta grær, og dauðinn olckar gleði ei granda má, en gjörvöll hætta og sorg er liðin hjá. — Með ástarkveðju allt ég þakka þér, og þína samfylgd meðan dvaldir hér. Sof þú minn vinur, sæll í bárugeim, sálin þín Ijúf til guðs er komin heim. Á. J. VtKINGUR 89

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.