Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 4
hún búin að fá þessi þrjú herbergi, sem henni
hafði verið neitað um áður.
I London keyrðum við fram og aftur um bæ-
inn til þess að sjá skemmdir þær, sem orðið
hafa af loftárásum, en satt að segja var furðu
lítið að sjá, skemmdirnar eru svo sáralitlar í
hlutfalli við stærð borgarinnar, skemmdir virð-
ast til dæmis hlutfallslega meiri í Hull en í
London.
Dálítið einkennilegt atvik kom fyrir okkur
meðan við vorum þarna staddir. Maður er
nefndur Doddi Bessason, hann er Vestur-Is-
lendingur og er í her Kanadamanna. Margir
togaramenn .munu hafa hitt hann í sumar ann-
aðhvort í Hull eða Fleetwood þar sem hann
eyddi orlofi sínu. Mörgum þótti gaman að hitta
hann, því þótt hann hefði aldrei til íslands
komið, talaði hann prýðilega íslenzku. Síðari
hluta dags stóðum við niður við Trafalger
Square þar sem umferðin er gífurleg, vorum
við að reyna að ná okkur í bifreið, nokkuð sem
er frekar erfitt í bensínleysinu. Hver birtist þá
við hlið okkar annar en Bessason ljóslifandi?
Annan daginn sem við vorum í London bauð
sendiherra okkur út til hádegisverðar ásamt
Eiríki Benedix. Satt að segja vakti það undrun
okkar að maður í þessari stöðu skyldi bjóða
okkur sjómönnum út með sér, en enginn þeirra
íslendinga, sem við hittum í London virtist
undra sig a þessu, þeir sögðu að þannig væri
maðurinn lipur og ljúfmannlegur við æðri sem
lægri. Mikið lán má það teljast okkar fámennu
þjóð ef við eigum mann sem getur tekið sæti
hans í London.
Nokkra íslendinga hittum við í íslenzka sendi-
ráðinu, aðallega starfsmenn þess. Þar hittum
við líka ungfrú Sif Þórs, sem þrátt fyrir
sprengjuregn og styrjöld er að fullnema sig í
allskonar dansi og mun koma heim síðsumars
að afloknum prófum.
Eftir tveggja daga dvöl héldum við svo aft-
ur heimleiðis, komum til Newcastle að morgni
til og héldum þaðan til skips okkar í North
Shields.
Meðan við dvöldumst þarna fórum við oft
upp til Newcastle. Er það afar gömul borg en
mjög viðkunnanleg. Það einasta sem út á hana
mætti setja er það hve göturnar eru brattar,
Bankastrætið okkar hefur varla vatnshalla sam-
anborið við margar götur þar í borginni. Það
sem vakti sérstaklega athygli manns var mynda-
stytta, sem stendur á afar háum stöpli, á hún
að sýna einhvern Lord, er búinn að gleyma hvað
hann heitir. En það einkennilega við þessa
styttu er það að hún er höfuðlaus. Þegar við
spurðum að því hvernig á þesu stæði var okk-
ur sagt að höfuðið hefði fokið af í ofsa roki.
Ekki hefði verið hollt að mæta því á leiðinni
niður.
Jæja, svona liðu dagarnir hjá okkur hver
öðrum líkur en loks var viðgerðin það langt
komin að við gátum farið að reikna út hvenær
lagt yrði af stað heim og urðu margir all ó-
þolinmóðir. Loks fjórða febrúar rann upp sá
hinn langþráði dagur að lagt var af stað heim-
leiðis í bandvitlausu veðri og náttúrlega mót-
vindi. Um helmingur skipshafnarinnar var
hálfaumur vegna sjóveiki þar sem svona lengi
var búið að vera í landi, en brátt rénaði sjó-
veikin þótt lítið batnaði veðrið. Loks á sjöunda
sólarhring náðum við til Hafnarfjarðar og þar
með var þessi ferð á enda.
Birgir Tlioroddsen stýrim.:
Það er svo margt. ef að er gáð
Þessi smásaga, sem hér fer á eftir, gengur
nú manna á meðal um bæinn. Ef hún er sönn,
er hún þess verð að henni sé gaumur gefinn, en
sé hún ekki sönn, vonum við að söguhetjurnar
andmæli.
Sagan er svona:
Laugardaginn 19. febr. gerðu þeir skoðun á
reykháfnum á e/s Þór, Ólafur T. Sveinss. skipa-
skoðunarstjóri og Þorsteinn Árnason, umboðsm.
G. Lloyds.
Það hafði verið kvartað um það við eftir-
litsmann Skipaútgerðar ríkisins (Ólaf T. Sveins-
son), að reykháfurinn á e/s Þór væri orðinn lé-
legur, og þyrfti að athuga styrkleika hans.
Eftirlitsmaður skipaútgerðar ríkisins, Ólafur
T. Sveinsson, tilkynnir nú Ólafi T. Sveinssyni,
skipaskoðunarstjóra ríkisins, þetta, en hann til-
kynnir aftur umboðsmanni „G. Lloyds“, Þorst.
Árnasyni. Þeir fara svo báðir niður að skipinu,
til þess að skoða reykháfinn. Þeir telja ástæðu-
laust að vera að fara um borð til þessa, en
skoða reykháfinn af bryggjunni, og telja
84
VÍKINGU R