Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Síða 15
Guðmundur Gíslason stýrimaður 45 ára Guðmundur Gíslason, II. stýrimaður á Es.iu, varð 45 ára þann 5. mars síðastl. Eins og' títt var um fátæka pilta á uppvaxtarárum hans, varð hann snemma að fara að vinna fyrir sér. Um fermingaraldur fór hann til sjós — á „skútu“. Síðan stundaði hann farmennsku á innlendum og erlenduin seg-lskipum sem sigldu á milli landa, var hann á þeim í nokkur ár og lærði þá þau sjómannsstörf, sem allir sjómenn ættu að kunna, en sem því miður öllum gefst ekki kostur á að læra. Árið 1918 réðist hann háseti á gufuskipið „Borg“, sem var eign íslenzka ríkisins. Árið 1922 lauk hann stýrimannaprófi hinu meira við stýri- mannaskólann í Reykjavík. Eftir það var hann í sigl- ingum á erlendum skipum um hríð og sigldi víða um höf. Árið 1926 réðist Guðmundur á varðskipið „Þór“. Skipstjóri þar var Friðrik Ólafsson, nú skólastjóri. Hefur Guðmundur verið á skipum ríkisins allt af síðan og í strandferðum frá 1930. Þótt Guðmundur sé ekki nema 45 ára, þá hefur hann þó farið víða, séð margt, reynt sitt af hverju og oft komist í krappan dans, eins og gefur að skilja. Þar sem hann á meira en 30 ára sjómannsævi að baki sér. Guðmundur er mikill áhugamður um allt sem við- kemur siglingamálum íslendinga og líkar stóriila, þegar hjakkað er þar í sama farinu. Hann hefur því frá byrjun verið ötull og áhugasamur fyrir útbreiðslu sjó- mannablaðsins Víkingur og á hann fyrir það þakkir skilið allra íslenzkra sjómanna. Sá, sem þetta ritar, hefur enga tilhneigingu til að ausa lofi á einn eða ann- an, því slíkt er engum manni góðgerningur. Þetta gefur þó ekki ástæðu til að draga fjöður yfir þá staðreynd, að Guðmundur er maður sem gott er að þekkja, fyrir margra hluta sakir, því hann er frjálslyndur og hrekk- laus með öllu, hann er því mjög vel liðinn af öllum samverkamönnum sínum. Mun því óhætt að fullyrða að allir, sem til hans þekkja, muni nú við þessi tíma- mót á æfi hans óska honum g'óðs gengis í framtíð- inni. G+D var að framkvæma suðuna, þó var þetta eini maturinn, sem matur kallaðist. Þeir, sem lengst áttu brauð voru að borða það í felum þar til allir voru jafnir, engin átti neitt matarkyns, og horfðu vonglaðir til hins langþráða grauts sem koma átti. Út af Sléttanesi gerði logn og Kári neitaði að láta að stjórn. Sveinn Jónsson tók þá færi sitt og kastaði út og fékk steinbít, en Jón Ásbjörnsson gekk að honum og kastaði út- byrðis, sagði að hann væri ekki nema til hug- arangurs þar sem hann yrði ekki soðin. en Sveinn lét sér ekki segjast og dró nokkra stein- bíta og sagðist þá fletja þá og herða, og bera á borð fyrir þá ef ekki yrði komin matur áður. Tók nú norðurfallið út af Barða, og þótti flest- um óvænkast um töku Arnarfjarðar. Vatn hafði alltaf verið til en var nú á þrotum og var skip- stjóri farinn að tala um að flagga fyrir skipum, til að fá þaðan hjálparhönd, einkum vatn og mat, en um nóttina gerir norðlægan kalda og VlKINGUR var þá lensað upp á Arnarfjörð, logn var á fjörðinn, en fram af Loðkinhömrum voru menn við legulóðir og fékk skipstjóri þá til að sækja vatn til lands, en Sveinn tók koffortið sitt og klauf niður í eldinn og sauð steinbít og slíka máltíð hafði enginn okkar setið fyrr né síðar á lífsleiðinni, svo var hún ánægjuleg. Næstá dag komumst við til Bildudals og höfðum þá verið 11 daga samfleytt að komast frá Horni til Bíldudals. Síðan eru nú 48 ár, sem er langur tími í lífi einstaklings. en stuttur tími í lifi heillar þjóðar, en hver vildi nú vera 11 tíma þessa leið, sem þá tók 11 sólarhringa. Að lokum skal ég svo geta þess að á Bíldu- dal var skipið hreinsað í botninn og gert í stand til næstu veiðiferðar, en nótt sú er legið var í fjörunni við hreinsun er mér alltaf minnisstæð, hún var ævintýrakennd um leið og hún var skemmtileg, og olli straumhvörfum í lífi mínu, en það er önnur saga. 95

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.