Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 21
flest félög sjómanna að láta til sín heyra tillög- unni til stuðnings. Raddir frá fisJcimönnum. Því miður eru félagssamtök fiskimanna veik og þeir fáskiptnir um málefni sín. Þeir hafa, illu heilli, látið sig endurnýjun fiskiskipanna allt of litlu máli skipta. Ef félög fiskimanna hefði verið sterk og skilið hlutverk sitt rétt, hefðu þau átt að láta áskoranir til þingsins um samþykkt 10 millj. kr. tillögunnar drífa að al- þingi úr öllum áttum. En skilningur sumra félaga sjómanna, eða öllu heldur forystumanna þeirra, virðist hafa verið á annan veg og næsta einkennilegur. Á sama tíma, sem verið er að drepa tillögu okk- ar um fjárveitingu til skipakaupa á alþingi, koma fram mótmæli frá einni forystustofnun sjómanna gegn nýbyggingarsjóðsbreytingum þeim, sem hér hafa verið ræddar að framan og auk þess mótmæli gegn stríðsgróðaskatti, sem leggja átti á 100 ríkustu menn og félög í land- inu en ekkert orð heyrðist um tillögu okkar. Svo gjörsamlega var búið að villa þessari for- ystustofnun sjómanna sýn í þessum málum, að hún lætur hafa sig út í slíka fásinnu. Hér er um alvarleg mistök að ræða, mistök, sem ekki mega endurtaka sig. Ég er þess full- viss af allnánum kynnum af ýmsum þeim .mönnum, sem stóðu að mótmælum þessum, að þeir hafa hér látið rugla sig á réttu og röngu, því þeir vilja allt hið bezta í þessum málum. Ég efast heldur ekki um, að Farmannasam- bandið og málgagn þess, Víkingur, vilja allt hið bezta í nýbyggingarmálum útgerðarinnar, en því miður hafa skrif blaðsins og sumar sam- þykktir sambandsstjórnarinnar ekki verið end- urnýjunarmálunum til framdráttar, heldur þvert á móti. Það er von mín, að Farmannasambandið, Víkingur og allir fiskimenn, átti sig sem fyrst á aðalatriðum þessara mála og reynist fært um að greina nýbyggingarmál útgerðarinnar frá skattamálum gróðabrallsfélaga, þrátt fyrir blekkingartilraunir þeirra, sem hag hafa af ruglingi þessara mála. Lúövík Jósepsson. Gamall sjómaður var eitt sinn spurður, hvers hann mundi óska sér, ef hann ætti þrjár óskir. — „Fyrst mundi ég óska mér að ég ætti eins mikið af víni og ég gæti torgað, allt mitt líf. — 1 öðru lagi að mig skorti aldrei tóbak“. — „Og í þriðja lagi?“ var spurt. „— — já, í þriðja lagi, að ég ætti ögn meira af víni“. Vélskólinn í Kaupmannahöfn Hinn nýi vélskóli í Kaupmannahöfn var vígður hátíðlega þ. 30. jan. s.l. Er það mikið hús og vandað og talið að skóli þessi standi nú að öllum búnaði framar öðrum vélskólum á Norðurlöndum, og jafnvel þó víðar sé leitað. Segir svo í umsögn um skólann meðal annars: Vélskólinn í Kaupmannahöfn. Framan viö aöalhúsið eru viöbyggingar, frá vinstri: hátíðasalur, raftœkja og véla- salur. „Á Norðurlöndum mun varla vera til önnur eins kennslustofnun og hinn nýi vélskóli Kaup- mannahafnar, því þar virðist jafnvel því full- komnasta vera náð. Maður er hreykinn af því, að væntanlegir starfsfélagar skuli nú eiga þess kost að sækja nám sitt á þennan stað, þar sem öil hugsanleg hjálpartæki eru fyrir hendi. — Raftœkjasalur. Bara að ég hefði fæðst 30 árum seinna, — og það bregður fyrir í huganum öfund til þeirra æskumanna, sem hér fá að undirbúa sig til starfa í dönskum iðnaði og á dönskum skipum. En öfund er hér ekki á sínum stað, en miklu fremur ætti maður að vera ánægður yfir þeim miklu framförum, sem skóli þess ber vott um.“ VlKINGUR 101

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.