Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 16
Þetta er reykháfurinn af e/s Bjarnarey daginn eftir að
hann var tekinn af. Hva'ö skeöur á skipi ef reykháfur
brotnar af í vondu veöri? Gaman vœri aö vita hvort
Bjarnarey hefir fengið haffœriskírteini etfir áramóta-
skoöunina, Nálega tveim mánuöum áöur en þessi mynd
er tekin.
HappasJcip.
Skonnort Guðrún — almennt nefnd „Hákarla-Gunna“
— eign þeirra L. A. Snorrasonar kaupmanns og
Hjálmars Johnsen — og síðar Lárusar eins — var
eitt hinna sérstöku happaskipa, sem lentu í mörgum
svaðilförum, en komst úr þeim heilu og höldnu án þess
slys vildi til.
Jón Pálsson, Símonarsonar frá Dynjanda í Arnar-
firði, var lengi skipstjóri á Guðrúnu, en áður voru
þar ýmsir skipstjórar, þar á meðal Egill Egilsson.
1887 í júnímánuði var Guðrún á hákarlaveiðum hér
út af Vestfjörðum og lenti í hafís. Tók skipstjórinn
það ráð að yfirgefa skipið. Fór skipshöfnin öll í
skipsbátinn og komst greiðlega út úr ísnum og hittu
fyrir eftir nokkra stund franska fiskiskútu, sem tók
við skipshöfninni og flutti hana til Skagafjarðar 25.
júní 1887.
Segist blaðinu Þjóðviljinn, I. ár, nr. 20, 21. júlí 1887
svo frá þessu:
„Þegar hingað kom sögðu þeir hinar gífurlegustu
sögur um háska þann, er þeir höfðu verið staddir í,
skipið var rétt að sökkva, stórskemmt af ísnum, kol-
blár sjórinn streymdi yfir hlunninguna o. s. frv. —
Enginn bjóst við að sjá Guðrúnu framar; en viti menn!
17. þ. m. kom selveiðiskipið „Mjölner", C. M. Bryde,
hingað með Guðrúnu; hafði fundið hana í ísnum þétta
og alveg óskaddaða; enginn sjódropi komið inn í skipið
og kaffibollarnir stóðu fullir á káetuborðinu; slingrið
á skipinu hefur ekki verið meira en það.
Það er hætt við að sumir fari að gamna sér yfir hug-
rekki og sjómennsku ísfirðinga, ef svona tekst oft til;
í fyrra kom alveg samskonar fyrir með skipið „Ane
Sophie". Skipstjórar voru í hvorttveggja skiptið ólærðir
sjómenn, og hefur ótrúleg hræðsla gripið þá, er þeir
sáu ísjakana. Á Guðrúnu var kostur fyrirliggjandi til
fleiri vikna. Skipstjóri kvað hafa fengið 1200 kr. fyrir
bjöi-gunina".
Á FRIVA
Hr. ritstjóri!
Mér dettur í hug, að bjóða frívakt Víkingsins til af-
nota lítið hugareikningsdæmi, sem er árangur af minni
eigin frívakt á leið til Englands fyrir tæpum 3 árum. En
því dirfist ég að bjóða þetta, að ég þykist vita að margir
lesendur blasins séu menn, sem aldrei hafa í skóla
komið frekar en ég; og ætti því að geta orðið nokkur
dægrastytting í að leysa þetta.
Dæmið er svona:
Skip er í förum milli tveggja hafna. Með vanalegum
hraða tekur hver ferð, frá annarri höfninni til hinnar,
9 klst. Nú vill svo til einu sinni, þegar skipið fer af stað,
að stormur er svo hvass á móti, að skipið fer með 3Vá
sjómílu minni hraða á hverri kl.st., heldur en með vana-
legum meðalhraða. Þetta helst % leiðarinnar, en þá er
beygt fyrir nes, svo að stormurinn, sem áður var á
móti, er nú orðinn að hagstæðum byr. Skipstjórinn vill
nú reyna að vinna upp þann tíma, sem tapast hefur, svo
að hann lætur draga upp segl til að auka hraðann. Við
þetta eykst hraði skipsins svo, að nú er liraði þess 3'/3
sjómílu meiri á hverri kl.st. heldur en með vanalegum
meðalhraða. Þessum hraða heldur skipið þann */3 leiðar-
innar, sem eftir var, þegar stefnunni var breytt, og
vinnur þannig nákvæmlega upp þann tíma, sem tapast
liafði á meðan stormurinn var á móti og kemur til hinnar
hafnarinnar eftir nákvæmlega 9 kl.st. ferð, eins og vant
er. —
Hve löng er sjóleiðin milli þessara tveggja hafna?
Hver er vanalegur meðalhraði skipsins?
Patreksfirði 30. des. 1943.
Sjómaöur.
Ráðning á bls. 112.
★
Smálendingar þykja heldur daufir og sinnulausir fyrir
tilverunni, enda er haft að máltæki í Svíþjóð: „Allir erum
vér Smálendingar fyrir guði“.
Eitt sinn hitti aðkomumaður Smálending og spurði
hann, hvað þeir hefðust að, hina löngu vetur. „Við sitjum
og hugsum“, svaraði Smálendingurinn. — „En þegar þið
hafið hugsað allt til enda, hvað gerið þið þá?“ — „Þá
sitjum við“, svaraði Smálendingurinn.
★
Teldu fingur þína áður en þú tekur í hönd Grikkjans.
(Italskt máltæki).
★
Óttalega eru mennirnir skrítnir....Fyrst setja þeir
wisky í glasið, til þess að gera það sterkt, síðan setja
þeir sódavatn út í, til þess að gera það dauft. Síðan segja
þeir yðar skál, og drekka það svo sjálfir.
★
96
VlKINGUR