Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 10
Ur Leifs sögu heppna
Þýtt Halldór Sigurþórsson
Eftirfarandi grein er tekin upp úr bók með
nafninu „Leif Eiriksson the Lucky“, og er hún
eftir kunnan amerískan höfund, F. A. Kummer,
og er til orðin sökum þess, að höfundurinn var
orðinn þreyttur á að svara sonum sínum, þegar
þeir komu til hans og sögðu: „Pabbi, segðu okkur
sögu“. Ákvað hann því að skrifa þessa bók, og
veita þar með drengjunum varanlega úrlausn
við söguþorsta þeirra. — Ég vil taka þetta alveg
sérstaklega fram, því þar sem bókin er skrifuð
um sögulegt efni, getur verið, að sögufróðum
mönnum þyki fornum fræðum misboðið í þessari
þýðingu. — Greinin getur engan skaðað, en
aftur á móti má vera, að einhverjir hafi ánægju
af henni, og finnst mér þá betur farið, en heima
setið. — Ég hefi leitað mér upplýsinga um ýmis
nöfn, sem koma fyrir í greininni, og að þeim
fengnum ákvað ég að láta staðanöfn halda sér
óbreyttum, en að breyta mannanöfnum. Þó vil
ég gjarnan láta fylgja hin gömlu nöfn borganna
Novgorod og Kiev; sú fyrrnefnda var kölluð „Nýi
garður“, en sú síðari „Kænugarður". — Um Helga
er það að segja, að hann heitir í bókinni Oleg, en
Hreggviður heitir Rurik. Sigurður „einfætti“ á
verra með að gera grein fyrir sér, því að eftir
því sem ég bezt veit, verður hans ekki vart í
heimildarritum um Eirík rauða. En víkingurinn
gamli á engu að síður rétt á sér, því sjálfsagt
er hann ekki iangt frá því að geta talist lýsa
lífi og hugsun þessara gömlu harðjaxia.
Hnlldór Sigurþórsson.
Sigurður einfætti, vinur og félagi Eiríks
rauða, sem farið hefur með honum víða um
lönd, er nú hniginn á efra aldur, og hættur öll-
um svaðilförum. Hann er setztur að hjá Eiríki,
að Eiríksstöðum við Breiðafjörð, og er þar í
heiðri hafður. Sigurður hafði farið margar
ferðir og frækilegar, á sínum yngri árum, og
hafði frá mörgu að segja. Leifur Eiríksson sat
því löngum, og hlustaði á Sigurð segja sögur
af sjóferðum sínum. Auknefnið „einfætti“ hafði
hann fengið sökum þess, að annar fótur hans
var visinn.
Þegar þessi þáttur hefst, er Sigurður stadd-
ur úti á túni að Eiríksstöðum ásamt Leifi og
vini hans, Þorfinni karlsefni, sem þar er í heim-
sókn, og er Sigurður að æfa drengina í vopna-
burði. Gengu þeir all djarflega fram, og börð-
ust af kappi miklu með trévopnum sínum. Eft-
ir harða viðureign, sigraði Leifur Þorfinn, sem
fleygði sér hlæjandi í grasið og hrópaði: „Nú
er nóg komið.“ Leifur sté þá öðrum fæti á
brjóst drengsins, og sagði: „Ef þú værir ekki
svona góður vinur minn, mundi ég sníða af
þér höfuðið.“ Þorfinnur fleygði frá sér sverð-
inu og skildinum og svaraði: „Það er alltof
heitt til þess að berjast í dag, ég vil heldur
hlusta á víkingasögur.“ Leifur settist þá niður
við hlið hans, og mælti : „Sigurður frændi, þú
talaðir einu sinni um borg, sem kölluð væri
Mikligarður, en sem Frakkar nefndu Byzanti-
um, og þú sagðist hafa komið þar. Hvernig
vildi það til?“
Víkingurinn gamli leit snögglega á visinn
fót sinn. „Það var í námunda við Miklagarð,
í bardaga við sjóræningja, á hinu mikla Svarta-
hafi, að eitruð ör fór í gegnum annað hnéð á
mér.“ „Segðu okkur frá bardaganum," kvað
Leifur, um leið og báðir drengirnir færðu sig
nær Sigurði. „Fyrst verð ég þá að segja ykk-
ur, hvernig ég ferðaðist til þessara fjarlægu
landa,“ byrjaði gamli maðurinn, „og það skeði
þannig: Þegar að víkingaskipin héldu út til
hernaðar á vorin, frá hinum norðlægu heim-
kynnum sínum, sigldu skipin sem fóru frá Sví-
þjóð, fyrst suður og austur, til Rússlands, sem
við köllum Garðaríki. Þar byggðu Svíar borg-
ina Novgorod, undir stjórn dugandi foringja,
sem Hreggviður hét, og þar hittum við Eiríkur
rauði Ólaf Tryggvason, sem þá var ungur mað-
ur. En fylgismenn Hreggviðar létu ekki staðar-
numið í Novgorod. Þeir sigldu upp eftir hin-
um miklu fljótum Rússlands, austur á bóginn,
fóru af þeim yfir í smærri fljót og ár, en þeg-
ar þær þrutu, drógu þeir skip sín yfir mýra-
fen og sléttur, og jafnvel yfir hálsa og hæðir,
þar til þeir komu að upptökum annarra fljóta,
sem runnu til suðurs. Á bökkum eins af þess-
um fljótum, byggðu þeir aðra borg, sem þeir
nefndu Kiev, og réðu þá orðið yfir öllu land-
inu, frá Novgorod til Svartahafs. Við Svarta-
haf, í landi Grikkja, stendur Mikligarður. Þeg-
ar ég kom til Novgorod með Eiríki rauða, fund-
um við þai' fyrir marga kaupmenn, sem fluttu
með sér allskonar góðvarning frá Suðurlönd-
um, svo sem silki og ljúffeng vín, haglega unn-
ið gull, og kryddvörur. Þessa kaupmenn heyrð-
um við iala um hina miklu borg Konstantínus-
90
VÍKINGUR