Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 25
Hermann Jónsson: ttréf úr Flaíey Góði Víkingur minn! Mig minnir að ég sæi það í dálkum þínum, að þú óskaðir eftir að fá senda smápistla frá tesendum þínum. Eg hef stöku sinnum verið byrjaður á því starfi, en alltaf hætt við; finn vel að ég er ékki svo vel að mér í réttritun og' íslenzkunni að hægt sé að prenta það. Nú hefi ég alveg unnið það stórlæti, enda veit ég að þú hefur ágætan ritstjóra, sem ég ætla að biðja að lagfæra þetta fyrir okkur, svo það verði ekki til stór lýta í dálkum þínum. Ég hef mér það til afsökunar að hafa aldrei í skóla gengið nema lítillega fyrir ferminguna. Ég vil þá fyrst biðja þig að flytja Fiskifélagi íslands þakkir fyrir að senda Þorstein Lofts- son hingað í sumar (en fyrst og fremst honum cjálfum fyrir komuna). Það er sjaldan sem munað er eftir þeim, er heyja lífsbaráttu sína á útkjálkum þessa lands, að það teljast stór tíð- indi þegar út af því er brugðið og sérstaklega cr nauðsynlegt að fá merin sem leiðbeint geta á ýmsum sviðum framleiðslunnar og þá ekki sízt leiðbeint um meðferð véla og hirðingu þeirra. Tel ég nauðsynlegt, að sendir séu menn öðru hvoru í veiðistöðvar landsins til að glæða áhuga manna um málefni sjávarútvegsins, enn þess gjörist full þörf að samtök sjómanna séu efld til muna og ætti Fiskifélagið að auka þann þátt starfsemi sinnar. Oft hef ég hugsað um hvað sjómenn yfirleitt eru Skapgóðir og taka öllu með ró sem að þeim er rétt. Þeim sýnist vera úthlutað því verkefni að afla peninga, en þingmennirnir okkar taka að sér það hlutverk að skipta því sem á land kemur, og eru þá ekki smátækir á aurana til miður þarfra bitlinga. Þetta sézt bezt ef athug- uð er afgreiðsla fjárlaga frá alþingi og borið saman við framlög til landbúnaðar annarsveg- ar og það sem til sjávarútvegsmála er veitt. Þetta ætti að opna augu þeirra, sem atvinnu hafa af fiskveiðum og farmennsku að tími er til koriiinn að stofna flokk, sem hefði í kjöri til alþingis eingöngu menn úr sjómannastétt og sæi um að hagsmunir þeirra væru ekki al- gjörlega fyrir borð bornir. Það er hvort sem er að verða aðal starf þingflokkanna að berjast VtKINGUR hver fyrir sína flokksmenn, en skipta síður um hag alþjóðar og er þá ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að sjómenn stofni sinn eigin flokk, og ætti Fiskifélag íslands og Farmannasam- band íslands að gangast fyrir stofnun slíks flokks, trúi ég ekki öðru en fá mætti marga menn úr þeirri stétt, sem vel myndu sóma sér í sölum Aliþngis, ekki síður en við störfin á hafinu, og væri það stór fengur fyrir alla þjóð- ina að fá þá á þing, en sumir, sem nú eiga setu á alþingi ættu að vera heima hjá sér og aldrei á þing að koma. Síðastliðin vertíð var á margan hátt með þeim erfiðustu sem hér hafa komið bæði hvað tíðarfar og afla snerti, enda urðu hlutir hér mjög rýrir, eins og víða í nærliggjandi veiði- stöðvum, þetta frá 2 til 5 þúsund krónur, og sjá allir hvernig hægt muni vera að lifa á þeirri upphæð á þessum tímum. Margir hafa enga aðra atvinnu, enda er nú svo komið að erfitt og jafnvel ómögulegt er að fá menn til að vera á þessum smábátum og sýnist það eiga langt í land að sjómenn yfirleitt hafi nokkuð svipuð laun eins og nú á að tryggja þeim, sem við land- búnað starfa og mun það þó sízt of hátt vera og er hér eitt mál, sem sýnir fulla þörf á að smáútvegsmenn eigi talsmenn á alþingi, sem gættu hagsmuna þeirra. Eitt er það sem staðir eins og Flatey og Grímsey eiga erfitt með, en það er að geta losn- að við fisk í skip jafnóðum og aflast. Það er næstum ómögulegt að fá skip til að taka fisk á þessum stöðum, nema ef hittist svo á að góð- ur afli er, en oftast er ekki hægt að ábyrgjast þeim neitt víst tonnatal á dag eins og þau fara fram á og verður þá reyndin sú, að skip fást ekki til að vera hér að staðaldri. Verður þá að salta fiskinn, en það er erfitt að fá menn til að koma honum í salt og umbúðir afar dýrar. Hitt er að flytja fiskinn til næstu hafnar en það er í flestum kringumstæðum helzt til Húsa- víkur og koma þá 30 til 40 krónur á tonn í flutningskostnað, sem fiskeigendur verða að borga og er það tilfinnanlegur frádráttur frá fiskverðinu. Einkennilegt er það að víða á suður- og vest- urlandi er fiskur fluttur á bílum eða bátum fiskeigendum að kostnaðarlausu og sýnist hér 105

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.