Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 26
u.m ósamræmi að ræða og væri gott ef Víking-
ur gæti gefið upplýsingar um hvert ætti að snúa
sér tíl að ná sömu réttindum og aðrir hafa.
Annað sem stendur sjávarútgerð hér fyrir
þrifum, er bryggjuleysið. Að vísu er hér að
nafninu til bryggja, en hún er algjörlega ónóg,
þyrfti að lengja hana um 40 metra, þá fengist
nóg dýpi fyrir 100 smálesta skip. Nú fljóta ekki
að bryggju nema smá mótorbátar og það ein-
ungis þegar hásjávað er, enda eru þeir, sem
stærri bátana eiga, að flytja burtu, meðfram
vegna þess að áhætta er að leggja þeim á þess-
ari bryggjumynd og hefur oft legið við að bát-
arnir lentu upp í stórgrýtisfjöru og eyðilegð-
ust og er algjörlega ómögulegt ac) auka hér
útgerð nema bryggjan verði lengd og það sem
fyrst.
Á Alþingi 1943 voru veittar 50 þús. kr. til
stækkunar á bryggjunni, en þetta er alltof lítið,
því tilgangslaust er að byi’ja á framkvæmdum
fyrr en hægt er að gjöra það svo að til fram-
búðar verði, og ætti ríkissjóður að leggja fram
nægilegt fé, þar sem hann er eigandi eyjarinn-
ar og það áður en allir flytja burt til þeirra
staða, sem bjóða meiri lífsþægindi. Virðist allt
stefna að því að allir safnist í kaupstaðina, enda
unnið að því af ríkisvaldinu, að lítið sé gjört
fyrir þá staði, sem afskektir eru.
I þessu sambandi vil ég geta þess, að fyrir
nokkrum árum var Jens Hólmgeirsson hér á
ferð til að athuga staði til fjölgunar smábýla
og atvinnu í sambandi við þau og taldi hann
Flatey með þeim stöðum, sem álitlegir væru í
því augnamiði, en til þess að það geti orðið þarf
margt að gjöra, svo sem byggja frystihús,
koma upp vatnsleiðslu fyrir eyjunaografmagns-
stöð. (Ég skal geta þess, að þegar alþingismað-
urinn okkar Þingeyinga bar fram tillögu um
rafveitu í Þingeyjarsýslu, tók hann það sérstak-
lega fram, að Flatey og Flateyjardalur ættu
ekkert rafmagn að fá. Þetta var virðingarverð
hreinskilni og ætti. okkur ekki að vera minna
ætlandi en vera þess minnugir næst þegar
hann kemur að fala atkvæði okkar).
Af þeim málum, sem nefnd hafa verið, er
bryggjan það sem fyrst þarf að koma svo hægt
sé að gjöra út stærri báta og myndu þá aðrar
framkvæmdir á eftir koma.
Þetta kostar allt mikið fé, og meira en menn
eru færir um að leggja fram. Hér væri tæki-
færi fyrir framkvæmdasaman mann, sem fé
hefði, að ávaxta það. Mörg góð skilyrði hefur
eyjan að bjóða, nóg land til athafna og rækt-
unar og góð fiskimið á miðju bezta síldveiði-
svæði við Norðurland.
Þá eru samgöngumálin. Þeim hefur stórlega
farið aftur nú á tímum hraða og tækni.
Fyrir nokkrum árum var póstleið frá Akur-
eyri um Fnjóskadal til Flateyjardals og þaðan
með bát til Flateyjar. Einnig gekk þá póstbát-
ur frá Akureyri austur um til Raufarhafnar
með viðkomum hér. Þetta voru nægjanlegar
samgöngur eins og þá stóð á. Nú eru hvor-
tveggja þessar ferðir lagðar niður.
í þess stað áttu að vera ferðir milli Húsa-
víkur og Flateyjar tvisvar í mánuði. Þetta
gengur sæmilega að sumri til, en á veturna ó-
mögulega. Þá er enga báta hægt að fá til að
halda þessum ferðum uppi, og með þessu eru
allar samgöngur við Akureyri lagðar niður.
Hér er mál, sem leysa þarf það bráðasta og
veltur á miklu að vel sé fyrir séð. Tel ég það
bezt leyst þannig, að bátur gengi frá Húsavík,
Flatey, Grimsey, Grenivík, Akureyri og þaðan
með sömu viðkomustöðum til baka. Einu sinni í
viku á sumrin en tvisvar í rnánuði að vetri.
Þetta sýnist ekki vera svo ósanngjörn krafa,
að ekki væri hægt að framkvæma hana.
Þá er flutningarnir. í sumar var starfrækt
lýsisbræðsla, sem útgerðarmenn eiga í samein-
ingu. Framleiðslan var 112 föt lýsis. Þrátt fyr-
ir margítrekaðar tilraunir með að fá skip til
að taka þessa framleiðslu, heppnaðist það ekki
og að síðustu varð að fá smámótorbáta til að
flytja það til Húsavíkur. Þetta bakaði eigend-
unum stórum útgjJldum, fyrir utan það að slík-
ir flutningar geta verið stórhættulegir fyrir
smábáta. Hér er útgjaldaliður, sem hægt væri
að komast hjá, ef góður skilningur á þörfum
svona staða væri fyrir hendi hjá þeim, sem
hafa flutningamál þjóðarinnar með höndum og
er vonandi að slíkt komi ekki fyrir aftur.
Aðal flutningsmagn héðan er saltfiskur, þá
flutninga annast Sölusamband íslenzkra fisk-
framleiðenda með pi’ýði og má þakka það því
að þeir menn, sem það hefur í þjónustu sinni
virðast öðrum fremur skilja erfiðleika þeirra
staða, sem þeir taka fiskinn á, og vil ég sér-
staklega geta Péturs Hansens, sem um margra
ára skeið hefur verið umboðsmaður félagsins á
fisktökuskipunum, fyrir lipurð og drengskap í
starfi sínu og óskandi er að hann eigi eftir að
vera mörg ár enn í þjónustu þess. Þegar við
vitum að fiskurinn kemst um borð, vitum við
að fiskurinn kemst með.
Ég býst ekki við að menn sem aldrei hafa
þurft að stríða við vondar samgöngur á sjó eða
landi, geti sett sig í spor þeirra manna, sem
með striti framleiða útflutningsverðmæti, en
þrátt fyrir það, sem því íylgir, þurfa að hafa
sífelldar áhyggjur af að geta komið vörunum á
106
VlKINGU R