Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 8
GUÐM. H. ODDSSON, sHpsljóri: Sameinaöir stöndum vér^ sundraöir iöllum vér Þessi orð eru sígild jafnframt því sem þau eru vígorð til þeirra, sem fljóta sofandi að feigð- arósi. Það kveða margir upp herör nú á þessum umbótatímum, það kveða einnig við hjáróma raddir um málefni sjómanna, enda þótt skip- stjórarnir lendi í orrahríðinni miðri, þar sem þeir í mörgum tilfellum eru beinlínis hafðir sem skotmark. Það væri ekki vanþörf á því að skipstjórarnir skýrðu alþjóð frá afstöðu sinni til ýmissa mála, sem hæðst hafa verið á baugi nú undanfarið, svo að villandi og öfgafullar frásagnir ýmissa skriffinna festu ekki rætur í hugum þeirra, er eigi þekkja til staðhátta. En það er ekki mitt mál nú. 1 Alþ.bl. 27. febr. s. 1. birtist grein er nefnist „Sameining verklýðsfélaga“, eftir Sæmund Ól- afsson. Greinin er bein árás á skipstjóra yfir- leitt, jafnframt því sem hún sýnir illt innræti S. Ó. varðandi félagsmál skipstjórnarmanna. Ég verð að hafa hér svolitla forsögu til skýr- ingar máli mínu. Sæmundur Ólafsson hefur frá fyrstu tíð verið meðlimur Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjavíkur, svo sem ég einnig hefi verið, og er honum vel kunnugt um starf þess og alla félagstilhögun. Á síðastl. ári gekk hann í Skipstjórafélagið Aldan og er þar meðlimur nú. í yfir tvö ár hafa staðið yfir umleitanir og undirbúningur undir sameiningu skipstjóra- og stýrimannafélaganna í Reykjavík, sem ætla má að endanlega verði lokið fyrir vorið. S. Ó. kom á fund Skipstj.fél. Aldan er þessi sameiningar- mál voru rædd og endanleg ákvörðun tekin. Á þessum fundi taldi S. Ó. öll tormerki á því að sameina félögin, og lagði illt orð til síns fyrra félags, Skipstj. og stýrim.fél. Reykjavíkur, sem hann áður hafði lagt á sig vinnu fyrir. Á sama tíma sem þetta gerist og hann er að reyna að riðla samhug og samtakamátt skip- stjórnarmanna, kemur S. Ó. fram sem sam- einingarpostuli innan Alþýðusambandsins. — Innan þess sambands telur hann æskilegt að sameina félög í sömu eða svipuðum starfsgrein- um. — Það mætti ætla, eftir þessum tvískinnungs- 88 hætti S. Ó., að hann talaði hér á móti betri vit- und, eða að það lægi eitthvað sérstakt áform á bak við þessi vinnubrögð hans. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur er fyrsti aðilinn að stofnun F.F.S.Í. Það samband hefur þegar sýnt monnum fram á nauðsynina fyrir stofnun þess. Það hefur unnið ótrúlega mikið á varðandi mörg mikilsverð mál skip- stjórnarmanna og sjómanna yfiiieitt. Nú eru hér í Reykjavík 6 félög skipsstjórnarmanna. 5 af þeim eru í F.F.S.Í. Aldan, sem er eitt elsta stéttarfélag landsins, hefur í sinni tíð ekki náð viðgangi vegna þess að flest allir yngri menn hafa gengið og ganga í Skipstjóra- og stýri- mannafél. Rvíkur. Ægir, sem er félag starf- andi skipstjóra og stýrimanna í togaraflotan- um, er deild úr Öldunni. Þessi félög hafa öll sameiginlegra hagsmuna að gæta, og færi betur á að þau væru eitt félag, enda þótt þeim væri skift niður í deildir um sín sérmál, eins og einnig hefur verið gert ráð fyrir. Og því aðeins er hægt að byggja upp traust F.F.S.Í., að fé- lögin innan þess séu heilsteypt og félagslega sterk. S. 0. segir: „í sjómannafélögum ættu allir að vera, sem sjómennsku stunda að staðaldri, að undanteknum slcipstjórum“. Mér finnst vera hægt að lesa það á milli línanna, að S. Ó. vilji ekki hafa í félögum skipsstjórnarmanna aðra en starfandi skipstjóra, hinir eigi að vera í sjómannafélögunum. Ennfremur segir hann: „Skipstjórar eru vegna stöðu sinnar ávallt nær- tækasta handbendi atvinnurekandans; það verða allir skipstjórar að vera að einhverju leyti, ef þeir vilja halda stöðu sinni, þó menn láti draga sig mislangt inn á þá braut“. Hér kemur hinn vondi fram í S. Ó., sjáanlega hefur hann löng- un til að skapa hyldýpi á milli skipst.jóra og undirmanna, og skipstjóra og útgerðarmanna. Skipstjórinn er í öllum tilfellum umboðsmaður útgerðarinnar og ber að gæta hagsmuna út- gerðarinnar svo langt sem það nær, ekkert síður en þeirra manna, er hann hefur sem skipverja. En þessir hagsmunir skipverja, skipstjóra og útgerð fara svo mjög saman, að í fæstum til- fellum er hægt að gera greinarmun á, svo ég álít að það sé hægt að staðsetja alla skipstjóra á sama stað og á sömu braut í þessu tilfelli. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.