Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Qupperneq 7
þá er hér nokkuð, sem þarf að athuga, því eng- inn hefur not af þeim augum, sem hann ekki sér með. Þó að allír megi vita, að ekki þarf að vonast eftir neinum sérstÖkum þægindum í í lífbátnum, heidur gera ráð fyrír því gagn- stæða, er þó ekki sama hvernig þeir eru, og fullkomlega ljóst er þessum skipstjóra áreið- anlega, að vistir, vatn og annar útbúnaður í bátum þessum er nauðsynlegur, og neyðarráð- stöfun að þurfa að ryðja því í sjóinn. Er nú hægt að hafa þetta öðru vísi? Ég segi já, öðruvísi og mikið betra. — í fyrsta lagi að allt það rúm, sem er í endum bátanna, undir þóftum og stundum undir flothylkjum, sé not- að fyrir það hafurtask, sem í bátnum þarf að vera, í staðinn fyrir, eins og nú viðgengst, að þetta litla rúm, sem kannske 10—20 mönnum er ætlað, er fyllt upp með lífbeltum, vatnskút- um, brauðdunkum, kjötkössum, mjólkurkössum, apoteki, fatapökkum, olíufatnaði, suðuáhöldum, benzíndunkum, smurolíudunkum — og svo þar að auki segl og árar, útbúnaður til að tjalda yfir bátana, drifakker, tóverk, rakettu- og signal- skotapakkar og m. m. fl. Margt af þessu er vafið innan í segldúk og siðan fjötrað með snær- um. Allar þessar umbúðir þyngja bátinn. Og svo kemur kostnaðarhlið málsins. Með slíkum útbúnaði duga þessar birgðir sjalda meira en 6 mán. og í bezt eitt ár. Kjöt og mjólkurdósir ryðga í sundur, lífbelti fúna, rakettur slaga og brauð mygla, og fl. fer forgörðum, vegna þess að umbúðirnar eru of lélegar. Árlega kostar að endurnýja þetta fleiri þúsund krónur. En hvernig væri nú að hafa þetta öðruvísi, t. d. að nota flothylki þau, sem bera eiga bátinn uppi, ef hann fyllist, undir það léttasta af fögg- um þessum, því það tekur mest pláss. T. d. að nota hylkin undir lífbelti, svefnpoka, fatnað, hlífar og jafnvel brauð, og hafa þau því stærri, sem nemur loftrými, er þetta mundi minka í hylkjunum. Það yrði ekki mikil stækkun, eins og allir hljóta að sjá, því lífbelti, svefnpokar og fatnaður hefur ærið flotmagn. Eg efast ekki um, að þannig mætti ganga frá lokun hylkjanna, að ekki kæmi að sök, þegar þau væru opnuð, ef lokað væri með góðri gúmþéttingu. I endan- um á bátnum þarf að vera blikkhylki, sem smíðað væri nákvæmlega eftir lagi rúmsins sem þau eiga að fylla, og þannig frá lokinu gengið, að ekki kæmist vatn að. í þessum hylkjum mætti svo geyma flest allt annað, og jafnvel allt, sem með þarf. Þá ætti ekki að þurfa neinar sér- stakar umbúðir, þó gott væri að sumt geymd- ist í þunnum blikkdunkum, sem lóðaðir væru aftur og gæti það þá endst von úr viti. Á hvern pakka ætti svo að merkja mánaðardag og ártal, VÍKINGUR Við dánarfrep Tómasar Árnasonar Frá Knarareyri, er fórst með ni.b. „Óðni“ frá Gerðum 12./2. 1944. Mig bresta orö aö hugga, viö liafið sjálf ég styn, þar harmafregnir tíöar gleöi hrinda. Nú gína víöa sköröin, nú grœtur margur vin, ég grœt meö þeim, er eiga um sárt aö binda. Já, oft er lítiö biliö frá yndi í gleði-hrun og örstutt milli þess aö njóta og gráta. Því Ijósar sem ég hugsa um lýöa kjaramun mér lífiö veröur torskildari gáta. Hve fjöldamargir verða að fara úr þessum heim, er finnst svo þungt við allt aö veröa aö skilja, og aöstandendur þeirra, hve örðugt líka þeiin aö undirstrika þaö sem drottins vilja. Ég treysti drottins oröum, mér allt er vissa sú um endurfundi bak viö jarölífs árin. Ó, guö minn, öllutn syrgjendum geföu þessa trú, og gleöivon er leggi smyrsl á sárin. Kmelía Siguröardóttir. þegar þeir eru settir í bátinn, svo hægt sé að sjá hvað gamlir eru. Þá er að koma fyrir vatns- forða og eldsneyti fyrir vél, og mætti hafa tanka undir þóftum fyrir hvorttveggja. Sennilega væri þó bezt að vatn væri í trékútum, eins og verið hefur, en benzin í tönkum undir þóftum, tank- inn má ekki vera þykkri en þóftan breið, en jafn djúpur bátnum. Þá má koma fyrir lítilli hand- dælu í skut bátsins. Mundi þetta nú kosta mikið? Sennilegt er það, ef breyta ætti gömlum bátum, en þó mundi það áreiðanlega borga sig, ef með því væri hægt að koma í veg fyrir skemmdir á forðanum, því hann er dýr. Og þegar nýir bátar eru smíð- aðir, yrði þetta til stór-sparnaðar, auk þess, sem það mundi auka þægindi og öryggi. Gaman væri ef einhver félög eða blaðaútgáfa vildi efna til samkeppni um verðlaunateikningu á bát, með tilhögun í líkingu við þetta, eða kannske einhver útgerðarmaður, sem les þessi orð, vildi gera það. En þó engar breytingar eigi sér stað, þessu viðvíkjandi, verður maður að krefjast þess, að þessir nauðsynlegu hlutir sem vanta, komi, þó það kosti kannske mikla fyrirhöfn, og slæmt sé að útvega þá. Svo stóran skerf leggja sjómenn nú í kassann hjá ríkinu, að vel má það opinbera annast um slikt og þetta. Og ekki er nóg að gefa út reglugerðir og leggja við sektir, ef ekki eru framkvæmdar, og enginn annast um að hafa þá hluti til, ef heimtaðir eru. 87

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.