Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Page 18
Lúðvík Jósepsson alþm.: Endurnýjim skipaflotans og skattamálin Mikið hefir verið ritað og rætt að undan- förnu um endurnýjun fiskiskipaflotans og þær leiðir, sem fara bæri í því efni. Allir virðast vera á einu máli um nauðsyn þess að efla og endurnýja skipin, en um leiðirnar er deilt. Þannig er þessu ævinlega fárið í öllum stór- málum. Allir vilja auðvitað koma góðu máli til liðs, en hver þarf að nota sína sérstöku leið til liðveizlunnar. Sannleikurinn er sá, að það vilja ekki allir það sama í stórmálunum, en það þykir vænlegra að þykjast vilja það bezta, og nota svo leiðirnar að hinu góða takmarki til þess að koma því fram, sem hugurinn þráði, þó að það sé hrein andstæða þess, sem upp var gefið sem takmark. Það er glöggt, að þó að allir viðurkenni þörf þess, að endurnýja skipastólinn sem fyrst, þá er fjarri því að einlægur vilji sé á bak við ail- ar þær viðurkenningar. Það kemur skýrt í ljós, að ýmsir þeir sem hæst tala um endurnýjunar- málið, nota það aðeins að yfirvarpi, en stefna að gjörsamlega óskyldum málum, eins og t. d. auknu skattfrelsi gróðabrallsfélaga. 1 umræðum um endurnýjun fiskiflotans hefir af dæmafárri ósvífni verið farið rangt með staðreyndir og málum brenglað til stórskaða fyrir endurnýjunarmálið. Almennt munu fiskimenn ekki hafa látið blekkjast af vaðli þeirra manna, sem lagt hafa sig fram til að skapa glundroða og óeiningu um eðlilega og framkvæmanlega lausn nýbygging- armálanna, en það er hætt við, að svo geti far- ið, að meirihluti fiskimannanna viti ekki hvað upp snýr og hvað niður, í þessum málum, ef .jafnvel blöð og samtök fiskimannanna eins og Víkingurinn og Farmannasambandið ætla að leggjast á sveif með þeim, sem raunverulega stefna að allt öðru en endurnýjun skipanna, þó að þeir heyi sína baráttu undir yfirskyni þeirra mála. 1 janúar-febrúar blaði Víkingsins las ég tvær greinar um endurnýjunarmálið, þar sem því er hrært á hinn undarlegasta hátt saman við skattamálin og á mjög villandi hátt skýrt frá staðreyndum í málinu. Önnur greinin er eftir Loft Bjarnason útgerðarmann, en hin er eftir Halldór Jónsson, ritstjóra Víkings. Eg tel rétt og skylt með sérstöku tilliti til þessara greina, að ryfja upp fyrir lesendum Víkingsins rnegin atriðin úr gangi nýbygging- armálanna og reyna að greiða þau mál úr þeirri skattamálaþvælu, sem reynt hefir verið að flækja þau í. Ég vil minna alla starfandi fiski- menn á, að það er höfuð nauðsyn, ef takast á að endurnýja fiskiflotann í tæka tíð, að hver einn og einasti fiskimaður geri sér glögga grein l'yrir því, iivaða leiðir eru líklegastar og bezt- ar til þess að leiða það mál til farsællegra iykta. Það eru ehgar líkur til þess, að það mikla mál verði leyst, ef fiskimennirnir standa marg- skiptir um leiðir og einn mótmælir því, sem annar leggur til. Nýbyggingarsjóðirnir. Árið 1941 voru ákvæðin um nýbyggingar- sjóði útgerðarinnar sett í skattalögin og skyldu þau koma til framkvæmda fyrir tekjur ársins 1940. Nýbyggingarsjóðsákvæðin eru einu ráð- stafanir hins opinbera til áhrifa á hið mikla nauðsynjamál, endurnýjun fiskiskipaflotans. Þrátt fyrir ýmsa ágalla þessara ákvæða og skiptar skoðanir um þá leið er þau mörkuðu, hafa allir flokkar og flestir, sem um þessi mál hugsa, viðurkennt, að myndun nýbyggingarsjóð- anna er þó spor í áttina að því marki. sem allir þykjast sammála um að ná þurfi og það sem fyrst, en það er veruleg aukning og umbætur á fiskiskipastól landsmanna. í upphafi var gerð- ur verulegur munur á þeim útgerðaraðilum, sem fé máttu leggja í nýbyggingarsjóðina. Þannig hafa hlutafélög, sem útgerð reka alltaí notið meira skattfrelsis fyrir nýbyggingar- sjóðsframlög sín, heldur en einstaklingar og sameignarfélög. Lengst af hafa reglurnar verið þessar: Hluta- félög hafa fengið 33 %% af nettótekjum sín- um skattfrjálst, gegn því skilyrði, að leggja helming þess fjár (16%%) í nýbyggingarsjóð. Einstaklingar og sameignarfélög, sem útgerð reka, hafa fengið 20% af nettótekjum sínurn skattfrjálst, gegn því, að allt það fé gengi í ný- byggingarsjóð. Hin tiltölulega fáu hlutafélög í útgerð, sem öll tilheyra stórútgerðinni, hafa þannig notið VlKINGUR 98

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.