Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Side 19
meira skattfrelsis, þrátt fyrir prósentvís minna framlag í nýbyggingarsjóði, heldur en smáút- gerðin. Þegar þessi leið, til endurnýjunar skipastóls- ins, var farin, leið, sem byggðist á ívilnun frá sköttum, þá skipti það auðvitað höfuðmáli að vel væri frá því gengið, að fé nýbyggingarsjóð- anna rynni í reyndinni einungis til þess, sem í upphafi var til ætlazt, þ. e. til endurnýjunar flotans, því annars var hætt við, að þessi á- kvæði yrðu að meira eða minna leyti notuð til þess að komast hjá sköttum, undir yfirskini nýrra skipabygginga. Ég hefi frá upphafi verið þeirrar skoðunar, eins og fjöldamargir sjómenn, sbr. samþykktir þeirra, að alls ekki væri fullnægjandi frá því gengið, að nýbyggingarsjóðirnir yrðu eingöngu notaðir til nýbyggingar. Það ákvæði laganna, sem heimilar að taka fé úr sjóðunum til greiðslu á tekjuhalla og gjaldþroti, er óneitanlega mjög mikil skerðing á þeirri tryggingu. Hvaða breytingartillögur um nýbygg- ingarsjóðsákvæðin hafa komið fram? Strax á fyrsta þingi, sem ég átti sæti á, flutti ég ásamt nokkrum flokksfélögum mínum frum- varp um breytingar á nýbyggingarsjóðsákvæð- unum. Síðan hefi ég tvívegis flutt þessar sömu tillögur á alþingi. Tillögur okkar voru um eftirgreindar breyt- ingar: 1. Allir útgerðaraðilar njóti jafnmikils skatt- frelsis og leggi jafnháan hundraðshluta í ný- byggingarsjóð. Þannig hækki framlag ein- staklinga og sameignarfélaga til sjóðanna úr 20% í 33%%, og hlutafélögin leggi ekki að- eins 16%% í nýbyggingarsjóð, heldur 33%%. 2. Tvímælalaust skyldi tekið fram að ekki mætti nota nýbyggingarsjóðina til greiðslu á tap- rekstri eða þrotabúsgreiðslu. Lagt var til að sjóðir slíkra félaga skyldu mynda sérstakan nýbyggingarsj óð. Sú takmörkun var þó gerð á framlagi til ný- byggingarsjóðs, samkv. no. 1, að þeir, sem eignast höfðu jafnháan nýbyggingarsjóð og hæfilegt vátryggingarverð skips eða skipa skattþegns, væri, að dómi ríkisskattanefndar og eins ef sjóðurinn nam 2 millj. kr. eða meir, þá skyldi framlagið til nýbyggingarsjóðs vera jafnhátt og það áður hafði verið, þ. e. skyldi í þeim tilfellum ekki hækka í 33%%. Takmörk- un þessi er eins og allir sjá, ekki á nokkurn hátt rýrnun á þeim ákvæðum, sem nú gilda og VlKINGUR gilt hafa um fjárframlög til nýbyggingarsjóð- anna, en okkur, sem stóðum að þessum breyt- ingum þótti ekki ástæða til að auka mjög stærstu nýbyggingarsjóðina, á meðan enn höfðu ekki fengizt viðunandi ákvæði inn í lögin tii tryggingar því, að þeir yrðu eingöngu notaðir til nýbyggingar. Einnig litum við svo á, að höfuðnauðsynin væri að rýmkva ákvæðin um framlög þeirra, sem minnstan höfðu eignast endurnýjunarsjóð. Um síðustu áramót námu nýbyggingarsjóðir útgerðai'innar alls um 16 mill.j. kr. og áttu 23 togaraeigendur rúmar 14 millj. af þeirri upp- hæð, en tæpar 2 millj. kr. skiptust á milli 62 annarra fiskiskipaeigenda. Þessar tölur sýna glöggt, að það var eðlilegt að leggja aðaláherzl- una á aukningu nýbyggingarsjóðanna hjá smáútgerðinni, þó að vitanlega kæmi ekki til mála að skerða á nokkurn hátt réttindi togar- anna, enda kom engum það til hugar. Ýmsir stórútgerðarmenn hafa fundið ástæðu til þess að óskapast út af þessum takmörkunarákvæð- um og rangfæra þau á allan máta. Bægslagangur þeirra hefir ekki stafað af því, að þeir hafi ekki vitað, að takmörkun þessi skerti ekki að neinu leyti núgildandi nýbygg- ingars.jóðsframlög þeirra, heldur af hinu, að þeir sáu og fundu að bæði þetta ákvæði og eins aðrar breytingar, sem fluttar voru á nýbygg- ingarsjóðsreglunum, stefndu að því að krefjast þess, að þeir legðu allt skattfrjálst fé útgerð- arinnar í nýbyggingarsjóðina og að þeir skyldu eingöngu og undanbragðalaust notaðir til ný- bygginga. Þetta sézt bezt á því, að þegar við fluttum enn á ný þessar breytingartillögur á nýafstöðnu þingi, og slepptum þá algjörlega þessum marg- umtöluðu takmörkunarákvæðum, þá var sama andstaðan gegn tillögunum og áður og ekkert fékkst samþykkt. Þá var ekki lengur hægt að deila um þetta aukaatriði, því gert var ráð fyr- ir að allir útgerðaraðilar fengju að leggja 33 V:! af nettóhagnaði í nýbyggingarsjóð. Eins og á hefir verið bent hér að framan, heimila núgildandi lagaákvæði um nýbygging- arsjóði, að hlutafélög, sem útgerð reka, leggi aðeins helming þess fjár, er þau hafa skatt- frjálst, í nýbyggingarsjóð, en hinn helmingur- inn skal renna í varasjóð. Stórútgerðin, sem þessara hlunninda nýtur, er ekki ákafari en svo í eflingu nýbyggingarsjóðanna, að hún ætl- ar af göflunum að ganga, ef lagt er til, að allt skattfrjálsa féð renni í þá. Hún vill fá skatt- frelsi út á varasjóðstillög undir yfirskyni ný- bygginga, en lagalega skuldbindingu um að 99

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.