Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Page 22
Átján kennslustofur eru í skólanum, og má sameina sumar þeirra með lítilli fyrirhöfn. Auk þess eru áhalda- efnarannsókna- og teikni- stofur. Stigar og gangar eru breiðir og ljósið streymir inn um stóra og háa glugga. Allir litir eru ljósir. Öll húsgögn eru úr ljósum, gljáfægð- um viði. Vélasafn. Pyrirlestra- og hátíðasalur skólans tekur 380 manns og er í viðbyggingu, svo er einnig um raftækja- og vélasalina. Þeir eru í sérbyggðum húsum. Víða er fyrir komið bæði kvikmynda- og skuggamyndavélum til notkunar við kennsl- una. Raftækjasalurinn er þó eitt af því tilkomu- mesta og svipar til vélasals í miklu orkuveri. Nemendur í kennslustund. Er þar sýnishorn af öllu því nýjasta á því sviði. Kostnaðarverð skólans með öllum tækjum var um 1.750.000 danskar krónur. Þar af kostaði búnaður í raftækjasalnum einum um 100.000 krónur. Skólinn er sjálfseignarstofnun og fær styrki frá ýmsum sjóðum, bæ og ríki, svo og einka- fyrirtækjum. Meðal annars lagði danska út- I róður fyrir 30 árum Ýtiö þið, Jói, því ágætt er lag, út við á Rif skulum halda. Ég finn það á mér, við fiskum í dag, og fáum svo útrænukalda. En þar kemur ólagið flúðinni frá og fellur í sundinu mjóa. Legðu út, Gvendur, og láttu nú sjá, að liðtækur sértu að róa. Jæja, ég læt mér nú ekki svo ótt, þó Eyrarmenn sigli frá landi. Mig dreymdi svo ansvíti illa í nótt, það elti mig kerlingarfjandi. Ég draum hafði áður, og þrívegis þó, sem þenna, og veistu hvað skeður? Fékk hullandi ágjöf og ófæran sjó, og eitt skiftið manntapaveður! Þig dreymir nú stundum svo mikið og margt sem mjög lítið hefur að þýða. Látið upp mastrið, loftið er bjart, jú, logn verður þetta og blíða. Við erum ei lengi að leggja eitt kast. Linaðu á seglinu, Gvendur, og blessaður hert’ elcki fokkuna fast., þú finnur þó hvaðan hann stendur. Gutlið þið undir, það gengur ei vel, en gott væri að ná honum Pésa og sjá hvort hann beitt hefur fisk eða skel. Svona, við skulum nú lesa.*) gerðarmannafélagið fram fyrir mörgum árum 350.*000 kr. til byggingarinnar. í stjórn skólans eru fulltrúar frá útgerðar- mönnum, vélstjórum og járniðnaðarmönnum. Form. skólastjórnarinnar er nú Alfred Bind- slev borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Forstöðu- maður skólans er Heinrich Eille. Eftir „Maskinmesteren.“ Hallgr. Jónsson. *) Þá var siður að lesa bæn í hvert sinn er á sjó var farið. J. G. 102 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.