Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Síða 24
frá vestri til austurs, í lögun voru þær eins og
langir armar, og gengu út frá einskonar mið-
punkti, sem þessir armar snerust sólarsinnis
um. Ljósmagn þeirra' og hraði fór vaxandi.
Snúningspúnkturinn virtist vera í sjóndeildar-
hringnum, og þess vegna gat maður ekki séð
hinn helminginn af þessu kerfi. Þetta var beint
aftur undan, en hreyfðist fram með þar til það
var alveg framundan. Ljósstyrkurinn dofnaði
þegar snúningspunkturinn (sem var miðdepill-
inn) hafði færst þar til hann var kominn beint
framundan skipinu. Fyrirbrigðið líktist þvi, að
maður sæi geisla frá vita, en þó ekki vitann
sjálfan. Kerfið var alveg reglulegt. Breidd
geislanna þar sem þeir komu að skipinu voru
nálega 6 fet, bilið á milli þeirra helmingi breið-
ara. Ljósið mun hafa myndast í sjónum, því
að hvorki lýstu geislarnir upp þilfarið eða skips-
síðuna. Geislarnir voru ekki beinir, þeir svign-
uðu nokkuð mikið, og hola hlið þeirra sneri í
sömu átt og hreyfingin var. Það var nokkuð af
venjulegu maurildi í sjónum, og hinir stóru
maurildiskekkir lýstu þegar ljósarmarnir fóru
yfir þá. Þegar kerfið var þvert af skipinu, var
hraði þess svo mikill að á sekúndu fresti fór
geisli fram hjá. Þegar þessir geislar voru horfn-
ir, lýstu hinir stóru maurildiskekkir reglulega,
eins og geislarnir færu stöðugt yfir þá, en smátt
og smátt minkaði þetta einnig, unz maurildið
lýsti eins og venjulega, í brotinu frá bógnum
og aftur með skipshliðinni.
Hollenzka skipið e. s. Valentijn varð vart við
mjög svipað fyrirbrigði hinn 12. ágúst 1910 í
suður Kínahafinu. Um miðnætti varð sjóndeild-
arhringurinn alveg uppljómaður í austrinu, og
ljóskerfið, sem var myndað af löngum geislum
byrjaði að snúast. Þetta líktist láréttu
hjóli með pílárana myndaða af geislum. Síðan
snerist þetta með hraða, og „pílárarnir“ þutu
yfir sjávarflötinn. Geislarnir voru nokkuð gleið-
ir, og ekki bognir. Miðpunktinn var ekki hægt
að greina sem einn punkt. Smátt og smátt urðu
geislarnir skýrari og dálítið mjórri, þar til þessi
ljósauppspretta var komin annaðhvort undir
eða yfir skipið. Þrátt fyrir það að tunglið var
gengið undir, var svo bjart sem það hefði ver-
ið í fyllingu. Þegar þetta ljósakerfi var komið
fram hjá skipinu, fór það aftur að snúast, og
nú var miðja þess komin hinu megin við skip-
ið, síðan smá óskýrðist þetta, geislarnir urðu
daufari og breiðari, þar til fyrirbrigðið hvarf
með öllu. Maurildi var hvergi sjáanlegt.
Það er erfitt að skýra þessi fyrirbrigði.
Sennilegast er að hér sé um að ræða reglulega
bylgjuhreifingu. Það að ljósgeislarnir virðast
stefna allir að punkti í sjóndeildarhringnum,
stafar vafalaust af innsýnis skekkjunni. Hreyf-
ingu þessa púnkts í afstöðu við skipið, sem
breytileg stefna veldur, er að svo komnu máli
ekki gott að finna skýringu á.
f jan. 1849 sást frá skipi einu, sem statt var
úti fyrir Persneska flóanum, mikill ljósbjarmi
í sjónum. Sjórinn var sléttur og rólegur. Sjón-
deildarhringurinn varð allt í einu uppljómaður.
Skömmu síðar líktist sjórinn afar stórri snjó-
breiðu, eða kvikasilfurshafi, þar sem skipið
sigldi. Ekki var gári á sjónum til að skemma
þessa sjón. Skipið sem hér ræðir um var hjóla-
skip, og svo leit út að hjólin snerust í súrmjólk-
urhlaupi, eða rjóma. Himinn og haf var alveg
uppljómað. Nálægt kl. 10 um kveldið sást
bjarmi í norðrinu eins og sólin eða fullt tungl
væri að koma upp. Bjarminn var rósrauður
niður við sjóndeildarhringinn og nálega í 15
gráðu hæð var fast ljós í lögun eins og hring-
flötur. Þegar sjórinn hætti að lýsa, hvarf
bjarminn. Aragrúi af þangflyksum var á floti
í þessum lýsandi sjó, og flaska, sem var fyllt af
honum gaf frá sér sterkan bjarma í myrkri.
Eitt sinn um stjörnubjarta nótt, var skip á
siglingu upp St. Lawrencefljótið í Canada. Allt
í einu skaut upp úr sjónum svo skerandi björtu
ljósi að það lýsti upp hvern einasta hlut um
borð, eins og glaða sólskin væri. Bjarminn var
eins og geislar frá afar sterku ljósi, og lýsti
upp allt loftið og fljótsbakkana. Allt þar til um
dögun sáust smáhlutir mjög greinilega. Þetta
endurtók sig í nokkrar nætur, og menn álitu að
þessu mundi rafmagnsútstreymi valda.
Enn þá önnur tegund af fyrirbrigði sézt oft
í Arabiska sjónum. Það er þetta svonefnda
mjólkurvatn. Sagt er frá einu skipi, sem var að
sigla inn í Persneska flóann. Allt í einu var það
umflotið mjólkurhvítum sjó, og þessi matthvíti
litur, var, eftir því sem fjær dró, bjartari og
bjartari, þar til að af honum kom bjarmi svo
mikill, að sjóndeildarhringurinn og stjörnurnar
sáust ekki. Ekkert maurildi sást, og þegar sjór-
inn var skoðaður í skjólu, var hann eins og
venjulega. Aðrir segja að hafflöturinn líkist
mest ísbreiðu, og að bjarminn minni mest á
norðurljós, og sjórinn líti út eins og snjófold,
eða speglandi kvikasilfursbreiða.
Það er fært í frásögur einhverju sinni, að við
vesturströnd Suður-Ameríku hafi hafflöturinn
líkst eldi, og allt innanborðs varð uppljómað af
draugalegri birtu, en hvergi kastaði skugga af
nokkrum hlut.
Margt er sagt um þá undarlegu atburði, sem
koma fyrir í langferðum farmannsins. Allir eru
sammála um að þessi ljósfyrirbrigði verki ó-
huggulega á tilfinningar sjónarvottanna.
104
VlKINGUR