Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1944, Blaðsíða 5
M/s. Capiftana
Margir hafa fylgst af áhuga með hvernig
gengi ferðum m/s Capitana til Ameríku og
aftur til baka, eftir hina erfiðu ferð hennar á
vesturleið, er hún lenti í 10 daga fárviðri.
Eftir að hafa orðið að snúa aftur, án þess
að ná ákvörðunarstað, kom hún hingað 23.
desember.
22. janúar lagði hún svo aftur af stað, áleiðis
til New York, einskipa. Var veðurfar ágætt
fyrstu þrjá sólarhringana. Á 4. degi hrepptu
þeir SV óveður, er stóð í einn sólarhring. Lágu
þeir til á meðan veðrið stóð, og varð ekki að
nema hvað sjór kom á annan skipsbátinn svo
hann brotnaði og skolaðist alveg út. Voru þeir
þá staddir um 550 mílur frá Rvík.
Eftir þetta gekk ferðin tíðindalítið, veður-
far breytilegt, oftast við SV og V-átt, þar til á
10. degi, að gekk til A og NA-áttar og höfðu
þá siglt um 900 mílur frá Rvík. Nákvæma stað-
arákvörðun var ekki hægt að gera, vegna óhag-
stæðs veðurfars, fyr en á 12. degi. Sýndi sú
athugun, að skipið var komið 1060 mílur frá
Rvík, en leiðarreikningur skipsins sýndi að siglt
hafði verið 1150 sjómílur. Slíkur mismunur á
hinni mældu og sigldu vegalengd er oft eðli-
legur, eins og sjómönnum er kunnugt, þar sem
breytilegt veðurfar er og óþekktir straumar.
Eftir þetta var vindur hagstæður. Á fjórt-
hann sæmilegan. Annar stýrimaður, sem stóð
á dekkinu, sá nú hvernig skoðunarmenn-
irnir „lögðu sig í bleyti“ við verkið, og hann
heyrði Ólaf segja: „Ég held að maður hafi
nú séð verri skorstein en þetta“. Þá varð stýri-
manninum að orði: „Eru það nú skoðunar-
menn!“ Þetta munu þeir hafa heyrt, því skömmu
síðar var stýrimaðurinn kallaður á fund for-
stjóra skipaútgerðarinnar. Þar hittir hann
skoðunarmennina aftur. Ekki vitum við gjörla
hvað þar hefur rætt verið, en haft er fyrir
satt, að á dagskrá hafi verið eithvað um reyk-
háfinn á e/s Þór, og í þeim viðræðum hafi
nefndur stýrimaður boðist til að slá í gegn um
hann með hnefanum. En hvað sem þessu líður,
þá fóru nú svo leikar að Þorst. Árnason lagði
á stað í aðra skoðunarför, sem var að því leyti
frækilegri en sú fyrri, að þegar hann kom um
borð bauð stýrimaður honum hamar einn mik-
inn, sem Þorst. þáði með þökkum, og háði nú
einvígi við reykháfsskrattann, og skildi nú ann-
aðhvort drjóli sá til heljar ganga eða stýrimaður
geyma tungu sinnar betur. Stýrimaður sló með
hnefa sínum í reykháfinn og kom þar stór dæld.
VÍKINGUR
ánda degi sáu þeir fyrst til skipaferða, var það
skipalest á vesturleið. Á tuttugusta sólarhring
tóku þeir land. Varð miðunarstóð skipsins þeim
að góðu gagni er kom upp undir landið. Sólar-
hring síðar, þ. e. 12. febr., voru þeir svo komnir
til New York. Höfðu þá siglt 2900 mílur.
I New York var legið í 25 daga, og gafst því
góður tími til þess að skoða ýmislegt mark-
vert í þessari miljónaborg. Tveir af skipshöfn-
inni komu á íslendingamót er haldið var þarna
í borginni um þetta leyti, voru þar saman
komnir um 200 Islendingar, námsfólk, verzl-
unarfólk og sendifulltrúar, auk þess voru þar
nokkrir af skipshöfn Dettifoss, sem lá í New
York um sama leyti.
Heimferðin gekk ágætlega. Var oftast með-
vindur, að fráteknum einum sólarhring. Þess
má geta til gamans, að á heimleiðinni var stans-
að um klukkustund á Newfoundlandsbanka, því
þannig stóð á, einmitt þegar þeir voru þar
staddir, að skipta þurfti um smurolíu á vél-
inni, sem venjulega er gert á fjögurra sólar-
hringa fresti. Notuðu skipverjar þá tækifærið
og renndu færi, til þess að fá sér nýjan fisk
í soðið. Beita var engin og afli enginn.
Til Reykjavíkur komi svo skipið 22. marz,
eftir fjórtán daga hagstæða siglingu. Og höfðu
þá siglt 200 mílur frá New York til Rvíkur.
Skipstjóri á Capitana er nú Guðjón Finn-
bogason, og 1. stýrim. Ólafur Sigurðsson. Skips-
höfnin er alls 11 manns.
Má af því marka, að annaðhvort er maður sá
afburða sterkur, eða reykháfurinn hefir verið
lélegur.
Sögu þessari lýkur þannig, að bót var sett á
reykháfinn og svo var lofað að endurnýja hann
næst þegar skipið kemur í Reykjavíkurhöfn.
Nú vil ég spyrja í sambandi við þessa smá-
sögu: Þegar skoðunarmenn eru kvaddir til að
segja álit sitt um það, sem skipstjóri eða stýri-
menn telja að sé svo lélegt, að ekki geti gengið
lengur, eru það þá ekki hrein og bein svik í
starfi sínu, að athuga ekki betur en þetta á
hverju kvörtunin byggist? Fyrir utan þá lítils-
virðingu sem mönnum er sýnd, með því að taka
ekki meira tillit til orða þeirra, eða kvartana,
en svona, og hvernig mega þeir, sem um slíkt
sjá, standa án aðstoðar og upplýsinga skip-
verja?
Eins og það flýtur á meðan ekki sekkur, eins
stendur reykháfur meðan hann ekki dettur. —
Hvað á að ganga lengi svo, að heimskir menn og
höfuðskepnur hafi örlög sjófarenda í hendi
sér?
85